Gítarhetjusólóar....
Ég var að spá í þessum gítarsólóum sem tíðkuðust í lögum á þeim tíma þegar Led Zeppelin var og hét, og alveg til áttatíu og eitthvað jafnvel byrjun níutíu.Í böndum eins og Led Zeppelin og Deep Purple voru sólóar langir og miklir, og þá sérstaklega þegar spilað var live.
Svo þegar fór að líða á “the 80´s” urðu sólóar oft á tíðum hraður og flóknir, sérstaklega í glysrokk böndunum, (Mötley Crue, Poison ofl.)Og upp spruttu hetjur á borð við Steve Vai og Yngwie Malmsteen.
Nú til dags aftur á móti, þe í þessum Nu Rock böndum, (Korn, Limp Biscit, ofl ) eru nánast öngvir sólóar, og þéttur rythmi kominn í staðinn, ekki það að hann hafi ekki verið til staðar áður. Samt eru náttúrulega einhver ný bönd með gítarhetjur, eða allavega “wannabe´s” en ekki mörg. (td hafa þeir félagar í Sign verið að “duela” á gítara svipað og oft er gert í Iron Maiden,
En ég var svona að velta fyrir mér hvað mönnum fynst um þessa þróun?,,, Afhverju eru menn nánast hættir að taka sóló ?, Var kannski bara komið nóg af þessu gítargargi.. Endilega látið skoðanir ykkar í ljós..
Takk fyrir og góðar stundir.,.,