Ég er tónlistarmaður og ég verð að segja að það er ekkert auðvelt starf og ég væri alveg til í að fá einhver laun fyrir alla vinnuna sem að ég og hljómsveitin mín höfum lagt í tónlistina sem að við höfum verið að semja og útsetja en eins og flestir vita þá er ekki mikinn pening að fá í tónlistarbransanum á Íslandi allavegana ekki nema að maður sé í einhverri ballahljómsveit sem að græðir á því að stela vinnu annara tónlistarmanna án þess að borga stefgjöld. En það sem ég er að reyna að segja með öllu þessu röfli er að ég skil alla þá tónlistarmenn sem að eru með áhyggjur af því að fá ekkert borgað fyrir vinnuna sína útaf mönnum sem að kaupa ekki geisladiska, ég nota Napster en ég geri það bara til þess að hlusta á tónlist áður en ég kaupi hana. Ef ég heyri gott lag þá reyni ég að finna önnur lög af sama diski og hlusta á þau síðan fer ég og kaupi diskinn af því að mér finnst framlag hljómsveitarinnar sem að spilar, það gott að ég er alveg tilbúinn að borga þeim laun fyrir erfiði sitt, ef þér finnst tónlist ekki nógu góð til að borga fyrir hana afhverju ertu þá að hlusta á hana !!!! Mér finnst alveg sanngjarnt að sakfella og sekta menn sem að ekki hafa keypt neina tónlist í þrjú ár en eiga samt þúsundir af Mp3 lögum !!!! Að stela tónlist frá tónlistarmönnum er eins þrælkun, láta fólk vinna fyrir þig án þess að borga þeim fyrir !!!! Hvar haldiði að tónlistarmenningin endi ef að tónlistarmenn myndu hætta að fá borgað fyrir þá tónlist sem að þeir gefa út ???
Mér finnst svona dæmi eins og Mp3.com miklu arðbærara og sniðugara fyrir tónlistarheiminn af því að þar færðu helling af tónlist ókeypis og Mp3.com borgar tónlistarmönnunum fyrir hvert Download og hverja spilun og þar eru ekki bara einhver Crap bönd sem að fá hvergi plötusamning þar er að finna tónlistarmenn eins og Cowboy Junkies, David Bowie o.m.fl. Þið getið líka tjekkað á hljómsveitinni sem að ég er í <a href =http://www.mp3.com/trompet>Trompet</a>, við erum með tvö lög af geisladisk sem að við gáfum út í vor þarna og höfum fengið ca. 290$(25.000 ísl. kr.) í Spilunargjöld, það eru kannski engar milljónir en peningar engu að síður.
Hvað hafið þið um þetta að segja kæru “fellow” tónlistarmenn og hljóðfæraleikarar ??
@postle
http://www.mp3.com/trompet
http://www.trompet.is