Þar sem ég pínku blúsari ákvað ég að skrifa hérna grein um eitthvað tengt blúsnum. Eftir að hafa íhugað vel og lengi hvað ég ætti að skrifa um tengt honum, ákvað ég að skrifa um munnhörpuna. Þetta snilldar litla hljóðfæri sem er alveg ótrúlega gaman að spila á :) Fyrst svona smá umaðdragandann.
Blúsinn er ekki aðeins tónlistarstíll, hann lýsir einnig hugarástandi fólks. Upphaf blúsins má rekja til þrældóms, þjáningar og örvæntingar en líka til hugrekkis og hetjuskapar. Blúsinn segir okkur sögur heils kynþáttar; hvernig mannillska getur svipt fólki öllu nema uppruna þess og tónlist, og hvernig heill kynþáttur sigraðist á þrældómi, kúgun og niðurlægingu.
Rætur blúsins má rekja til 1619, þegar fyrstu blökkumennirnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna til þess að vinna sem þrælar fyrir hvíta fólkið. Svarta fólkinu var rænt af jörðum sínum, svipt fjölskyldu sinni og ástvinum, og siglt með það yfir Atlantshafið til Bandaríkja Norður-Ameríku. Það eina sem fólkið hafði til þess að minna sig á heimaland sitt var tónlistin. Tónlistin var hrá; trommur voru settar saman úr rifbeinum og skinnum dýra. Önnur hljóðfæri voru álíka frumstæð, miðað við tónlistina og tónlistarmennina sem þá voru uppi, eins og Claudio Monteverdi, Jean B. Lully og Henry Purcell sem bjuggu flest allir til orgeltónlist, sinfóníur eða óperur.
Segja má að blúsinn fari að gera vart við sig um 1865. Eftir þrælastríðið, sem stóð frá 1861 til 1865, unnu þúsundir blökkumanna við að tína bómullina. Þeir voru ekki lengur þrælar, þrælastríðið hafði unnið þeim frelsi, en lífið var litlu betra. Þeim bauðst engin vinna nema hjá fyrrverandi húsbændum sínum. Hjá þeim þurfti fólkið að sætta sig við ofurlág laun, of langan vinnudag og mikla kynþáttafordóma. Upp úr þessu spratt Delta-blúsinn.
Delta blúsinn samanstóð aðallega af gítar(og þá oftast spilað með slide) og/eða munnhörpu.
<b>Áður en við höldum áfram vil ég bæta hér við</b>
Þó svo frummstæðarmunnhörpur höfðu verið notaðar af þrælum, þá var í raun fyrsta munnharpan hafi verið búin til í Kína í kringum 3000 F.K. , en má segja að fyrsta munnharpan sem lítur út eins og þær gera í dag, hafi verið búin til af Chritian Messner 1830 í Þýskalandi. Munnharpan komst síðan loks á almennan markar þegar Matthias <b>Hohner</b> (sem ætti að vera öllum munnhörpuspilurum góðkunnur) keypti eintak af Messner og hóf framleiðslu á hljóðfærinu.
<b>Þá aftur að blúsnum</b>
Blökkumennirnir notuðust aðallega við munnhörpur frá Hohner, þar sem Hohner seldi meira en helminginn af upplagi sínu til BNA. Það sem laðaði þá aðallega að munnhörpunni var að þeir gátu hermt eftir lest með henni. Síðan leiddist hún smá saman í blúsinn.
Ef ykkur langar að heyra í mjög góðum blús-munnhörpu spilurum, finnið þá eitthvað með Litle Walter, Jimmy Reed og Sonny Boy Williamson svo einhverjir séu nefndir.
Blues on!