Þessu er beint til allra þeirra sem hafa áhuga á því að koma með einhvers konar könnun hér í HL-hluta af Huga sem og að senda inn annað efni tengt þessu áhugamáli. <br>
Sem stjórnandi hér hef ég tekið eftir þessum gríðarlega áhuga ykkar á þessum leik/hugbúnaði. Þessi áhugi hefur verið sýndur td. á þessum korkum sem eru hér ss. counter-strike, world craft, innsendar greinar ofl. Allt annað en sem viðkemur korkunum td. greinarnar, kannanir og myndir þarf að fara í gegnum okkur stjórnendur og þarf að samþykkja hvert einasta efni sem kemur inn. Vil ég þessvegna biðja ykkur um að vanda skrifin ykkar og nýta hugmyndaflugið. Það er ekki að okkur leiðist að skoða þetta efni sem er að berast okkur en okkur svíður stundum að þurfa að henda efni sem er ekki vel stafsett eða of stutt. Margar GÓÐAR hugmyndir hafa ekki fengið að komast inn sem grein aðallega vegna þess að framsetningin á þeim hafi verið í mínus. Notkun á punktum, kommum og íslenskum stöfum(ekki þetta sms-form, það fer beinustu leið í ruslið) er mikils metinn eiginleiki. Yfirfarið efnið ykkar þegar þið eruð búnir til að tryggja að engar sjáanlegar villur oþh. komi frá ykkur.<br>
Ég er ekki að skammast útí ykkur strákar mínir, þvert á móti. Hins vegar er það mikið af góðum hugmyndum sem mættu vera á forsíðunni en hafa ekki sést sökum óvandaðra vinnubragða á framsetningu. hananú (quote:Viggó)<br>
Einnig vil ég koma því á framfæri að sökum MJÖG langs biðlista varðandi kannana er ekki laust pláss fyrir könnun fyrr en 28 mars 2001 (8 kannanir á biðlista). Mæli ekki með að senda inn könnun alveg strax vegna þessa.<br><br>

[.Hate.]Dreitill
Dreitill Dropason esq.