Ég vil biðjast afsökunar á öllu þessu svakalega ZiRiuS leysi yfir helgina, ég ætlaði að vera ofur duglegur við að koma með scorein og aðrar upplýsingar en vegna netleysis og annara vandamála hefur þetta gengið frekar illa.
Þetta byrjaði allt á miðvikudeginum þegar við komum hingað upp í Egilshöll til að byrja að setja allt saman upp. Þá fengum við þær fréttir að Vodafone hefðu ákveðið að hætta við að gefa okkur 30-50mb tengingu inn í salinn og eina svarið sem við fengum frá þeim var að þau hefðu aldrei heyrt um hópinn okkar né neitt um þetta lan áður, sem er mjög skrítið því þau létu okkur fá tengingu á síðasta móti.
Þetta kom okkur í opna skjöldu því það voru tveir dagar til stefnu og ekkert internet. Þá tók við að hringja í öll hin internetfyrirtækin en það gekk ekki vel þar sem við komumst að því að Vodafone væri eina fyrirtækið með internetlínu að húsinu. Eftir árangurslausa leit af fyrirtæki til að taka þetta að sér ákváðum við bara að byrja þetta á 2mb tengingunni sem við vorum með og bara loka á allt nema Steam. Eins og flestir hafa tekið eftir þá er mikið álag að vera með um 300 manns á 2mb tengingu.
Á föstudeginum var samt ákveðið að stækka þessa 2mb tengingu í 20mb tengingu og var það held ég Egilshöllin ásamt Kísildal sem áttu frumkvæðið að því. Á laugardeginum var samt ekkert búið að gerast með tenginguna svo við hringdum í Vodafone og þá kom það í ljós að það var búið að uppfæra tenginguna, þá kom það í ljós að það eru tveir routerar í húsinu sem við vissum ekki af. Á þessum tímapunkti lifnaði vel yfir okkur stjórnendunum því við héldum að internetveseninu væri að ljúka. Þar höfðum við sko heldur betur rangt fyrir okkur.
Það sem Vodafone hugsuðu greinilega ekkert um það sem þeir voru að gera settu þeir þessa tengingu á Hot Spot routerinn. Það þýðir að sú tenging er filteruð, það er að segja Vodafone lokar á sum port og forrit útaf þetta er opin tenging. Á þessum tímapunkti hvarf öll okkar von um reddingu vegna Steamvandamála lan-gesta. Við fórum því í að gera það besta fyrir fólk sem var vægast sagt orðið pirrað á þessu öllusaman. Núna er þetta þó nokkuð komið á skrið og vil ég nýta tækifærið og biðja fólk afsökunar á þessu öllu saman.
Stöður úr riðlum og bracketum koma þegar keppni er lokið því miður.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius