Enn eitt viðtalið, þar sem er mjög rólegt að ské í cs menningunni ákvað ég að birta þetta hér þrátt fyrir mjög neikvæðar umfjallanir frá sumum vitleysingunum á huga.

Tekið af www.truflad.net

Jæja ákvað maður að taka viðtal við einn hataðasta og einn umdeildasta spilarann á klakanum, er þessi spilari hataður af rúmlega stórum hluta cs-menningunni fyrir skoðanir sínar.

Er þetta að sjálfsögðu Alfreð Dr3dinn da ice oft kallaður Freði, tel ég nauðsynlegt að fólk viti hver er að skrifa fréttirnar á truflad og esports á huga.


Segðu okkur aðeins frá þér fyrri klön og skemmtilegt varðandi þig og hvernig þú spilar?

Jæja fyrri klön mín, það er engin lítil listi enda er ég búinn að spila í fáránlega langan tíma, ég byrjaði að spila með litlum vinahóp sem kallaðist EFD, sem stækkaði svo óðum að þarna voru yfir 30 meðlimir og nokkrir hverjir sem urðu eitthvað í þessu cs-samfélagi okkar.
Svo fór ég í Mr| sem var frekar lélegar klan erum að tala um fyrir meira en 6árum :), var það í einhvern tíman og skaust milli litla liða sem ég mann voða lítið eftir.
Svo var ferðinni heitið í sA þar sem ferill minn varð eitthvað fyrir fyrst, ég spilaði með þeim oft á tíðum upp í 10-16 skrim á dag. Var mér svo hent þaðan út til að gera pláss fyrir betri spilara, ég tók því alls ekki illa enda bauð þetta bara upp á ný tækifæri fyrir mig.

Var þá ferðinni heitið í stríðsbúðir UN rétt fyrir dauða þess sem var nú ekki margar vikur en eftir það fór ég í EOD sem lifði í gott ár og dvali ég þar, og kynntist frábæru fólki.
Eftir það var það TVAL eða tæknival, þar spilaði maður með comma,zickfunka og fleiri frábærum spilum sem skreytu tilveru manns til muna.

Eftir að TVAL hætti kom töluverð lægð hjá mér, ég spilaði með Drw á lani í langan tíma enda voruð við með frítt lanplace og tölvur í langan tíma. Eftir að sá draumur leið undir lok var það EOD endurstofnun í enn skemmri tíma og svo var það Haste sem var draumur fyrir mig því þeir voru mjög active á þeim tíma og töldust mjög góður, en endist það ekki í nema nokkra mánuði því næst henti ég mér í NeF í smá tíma, sem var nú á sínu versta tímabilli í cs - sögunni.

Eftir NeF hélt ég í herbúðir legio manna, voru þetta ekki strákar heldur kallar, eldri spilarar með mikla reynslu voru þarna t.d. drix,turbodrake,sigowiz,zeroxool (ástþór), og fleiri skemmtilegir spilarar.

Var þá komið að því liði sem mótaði mig mest og eyddi ég næstum 2 árum í herbúðum þess liðs, var þetta að sjálfsögðu x17, lið sem var stofnað út frá liði legio, nema þeir sterkustu úr legio, sem höfðu náð 3sæti á skjálfta stofnuðu þá x17.
Var mér kennt cs frá grunni þarna, bæði hvað varðar spilamennsku og að skemmta sér á sama tíma, því þetta voru frábærir spilarar, jafnt sem ótrúlega skemmtilegir.

En eins og allir skemmtilegir hlutir líða undir lok, og varð það svo að engin nennti þessu lengur og með leikmannahóp sem var orðinn mjög stór hættu menn að nenna að spila með metnað og hætti x17 í cs1,6.

Er öll greinin á www.truflad.net ,
reyni ég að skrifa eins mikið og ég get þar, mun alls ekki allt efnið sem ég skrifa koma hérna á huga þökk sé saman safni af leiðinda pésum.