þetta var alveg hrikalegt í byrjun, það var mikið
af vandamálum sem komu upp.
stærstu vandamálin voru þau að allir swircharnir festust í
tollinum og við fengum þá ekki fyrr en
kl. 11 á föstudagsmorguninn. svo þurftum við
að búa til lan snúrurnar sjálfir, svo var rafmagnið
ekki nógu mikið svo það var alltaf að slá út á
sumum stöðum í salnum.
það sem var frábært var að rafvirkjarnir voru yfirleitt
komnir á staðinn á 10 mínutum.

við fundum það sem var að netinu seinnipart laugardags,
það voru tveir kapplar frá einni mömmuni(mother switch),
og það orsakaði það að
það myndaðist loopa. því er öllu reddað núna.
þetta var afleiðing skipulagsleysis.

en það versta við þetta allt saman var að það var
mikið af adminum sem voru ekki að gera rassgat.
ég er búinn að sofa 9 klukkutíma seinustu 3
sólahringa, ég er ekki búnin að setjast almennilega
við tölvuna mína og hanga í cs nema milli 6 og 8 á nóttuni.
svo voru náttúrulega fullt af fólki með fullt af
vandamálum og alltaf var bennt á eithvern annan,
sem þýddi það að það voru þeir sömu sem enduðu uppi með öll
vandamálinn og engan tíma.

svo hafa margir spilarara verið mjög þægilegir og
hjálpsamir, t.d. hann von elvar, sveppz, zippo,
seven deluxe og margir í viðbót sem ég man ekki hvað heita.

en núna er þetta allt komið upp.
rafmagið er stable,
netið er stable,
riðlarnir komnir í gang
og góð stemming í fólkinu.

þetta byrjað illa en er allt komið núna, þó það sé í seinni kantinum en þetta er
fyrsta kísildals mótið og það byrjaði töluvert betur en fyrsti skjálftinn og cpl
svo ég taki nú dæmi.

En mér finnst að sumir hefðu getað verið aðeins rólegri
og umburðarlyndari, sumir voru hérna með kjaft og leiðindi
og látandi það bitna á adminum sem höfðu ekkert að gera með þessi mál.
t.d. ég settist loksins niður til þess að búa til riðlakerfið eftir að hafa
verið að hlaupa út um allt til þess að hjálpa spilurum og redda þessu blessaða
netkerfi, þá kom gæji til mín og byrjaði að nöldra yfir því að allir
adminar sætu bara hérna og gerðu ekki neitt í rafmagnsleysinu.
ég sagði honum að að það væru tveir rafvirkjar á staðnum að redda þessu
ég sé ekki hverju það mundi breyta að hafa 5 admina labbandi á eftir
rafvirkjunum, enginn okkar er menntaður rafvikri og við hefðum bókstaflega
ekkert að gera með rafmagnið.°

en svo voru sumir sem biðu bara rólegir og sátu og spjölluðu saman eða kíktu heim.

en staðan er góð núna og ég sé ekki framm á að neitt fari að bila.


kv. Svenni ( ElgTanaður :P )