Ég hef eftir öruggum heimildum að nýjasti RPG leikur UBI Soft, Pool of Radiance: Ruins of Myth Drannor, komi til Evrópu um miðjan Nóvember.
Leikurinn gerist í fantasýuheiminum Forgotten Realms, sama heimi og hinir víðfrægu Baldur's Gate leikir gerast. Ekki gerist hann þó nálægt borginni vífrægu, heldur lengst austur á meginlandinu, því UBI Soft fengu víst ekki leyfi fyrir öðrum stöðum í heiminum margrómaða, en eins og sumir vita þá keypti Interplay Dungeons & Dragons leyfið fyrir þónokkrum árum, og halda því víst til ársins 2005.
Leikurinn gerist s.s. í kringum borgina Myth Drannor, þar sem að óhugnanlegir hlutir eru að gerast, og hættulegt er að vera á ferli.
Leikurinn er fyrsti leikurinn sem að sniðinn er að Dungeons & Dragons 3rd Edition reglukerfinu, sem að kom út á síðasta ári. Hann er blanda af tvívídd (umhverfi) og þrívídd (persónur). Hægt er að skapa allt að 4 persónur, auk þess sem að þú getur stjórnað tveimur auka sem þú hittir á förnum vegi, en víst er að það verða þó meira en tvær aukapersónur í leiknum, if you get my drift. Level capið í leiknum er lvl 16, en það þýðir þó ekki að persónur geti ekki náð level 16/16 þegar þær eru dual-classed eða jafnvel 16/16/16 multiclassed!
Þó er leikurinn ekki alveg gallalaus, því að ekki er hægt að velja featin sjálfur, tölvan sér um það. Auk þess vantar gnomes í leikinn, og ekki verður hægt að spila leikinn sem mage, þó svo að sorcerers séu enn inni.
Leikurinn kemur, eins og áður var sagt, um miðjan nóvember, og verður spennandi að sjá hvernig leikurinn verður.