Belgíska hönnunarfyrirtækið <a href="http://www.appeal.be“>Appeal</a> tilkynnti nú fyrir stuttu að <a href=”http://www.appeal.be/html/TLP/TLP.htm">Outcast 2: The Lost Paradise</a> væri í framleiðslu. Ekki er mikið hægt að segja um leikinn að svo stöddu, en hann mun nota vél sem að Appeal hefur þróað, Himalaya. Vélin byggist á polygonum, en í fyrri leiknum studdist vélin við voxel-tækni. (Delta Force er einn af þeim fáu leikjum sem að gerðu hið sama)
Outcast var nokkuð vanmetinn leikur, algjört meistarastykki sem að hlaut góða dóma frá öllum. Þrátt fyrir það myndaðist ágætis aðdáendahópur í kringum leikinn.
Outcast 2 kemur út á PC og PlayStation 2, en enginn útgáfudagur hefur verið gefinn upp.
Ef tenglar virka ekki:
Appeal - www.appeal.be
Outcast 2 síðan - www.appeal.be/html/TLP/TLP.htm