Jæja þá er CEVO Pro að byrja og í því tilefni ákvað Jacob “flashback” Carter að spá í leikina. Þetta er haft eftir gotfrag.com.

- - -
Evil Geniuses vs West Coast Rockers

Það er alltaf sú tilfinning að team EG( team Evil Geniuses ) skorti vilja til að spila af alvöru yfir netið… sem að hefur leitt til nokkra lélegra leikja frá hinu ágætlega reynda liði. Hinsvegar hefur þessi bjarta von Kanada manna hæfileikan til að rifið sig upp þegar á því er þörf. Ekki fyrir lengu unnu þeir strangan sigur á WCG Kanada undankeppninni, EG spilar af hörku þegar það telur. CEVO-P býður upp á rausnarlega summu af pening ekki einungis fyrir úrslitaleikina, heldur einnig fyrir hvert einasta spil unnið á gefnu tímabili. Þetta mun ýta undir áhuga EG á að vinna, sem að mun ekki boða gott fyrir WCR. Hinsvegar, ekki telja WCR út úr myndinni, því að þeir eiga það á höndum sér að smella saman og rúlla upp nokkrum lotum í röð. Ég mun búast við EG í korti eins og inferno að þeir muni nota hráa hæfileika og reynslu til að vinna WCR án allra vandræða, en mér myndi eigi bregða ef að þetta yrði jafn leikur.

Spáin hans flashback's: EG > wcR 19-11

-

Aggression vs United 5

Aggression hafa verið þrumu góðir upp á síðkastið, mér líður illa fyrir hönd allra sem að þurfa að setjast fyrir framan Aggression lestina. AGN hefur verið rúmlega ósigraðir í CAL, sameinaðir með hráa hæfileika og sniðuga hópvinnu. Hinsvegar hafa United5 flækst í leiðinlegar mannbreytingar og skort á undirbúning. Þótt að u5 hafa suma af betri spilurum sem að Norður Ameríka hefur upp á að bjóða sé ég ekki þá koma inní þennan leik með mikilli von. Kannski ef að þeir hefðu tíma til að vinna á göllunum og haft stabílan mannskap gætu þeir sett upp smá show á móti AGN. En þvímiður hefur AGN meiri hæfileika og hefur haft lengri tíma til að æfa sig, þessi leikur ætti ekki að vera of mikil fyrirstaða. Búist við sætum sigri frá AGN.

Spáin hans flashback's: AGN > u5 21-9

-

Revolution Sports vs Echo 7

Revolution Sports hefur verið mjög sterkt lið upp á síðkastið þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum í röð í CAL-Invite. Það hefur sýnt að þeir hafa veikleika og eiga það til á að tapa leikjum sem þeir hefðu átt að vinna sérstaklega þegar þeir eru ekki undirbúnir. Þetta ágætlega vel samasetta lið hefur verið leitt áfram af hinum víðfræga ( í Bandaríkjunum ) James “Jame^s” O'Connor kemur ekki endilega inní þennan leik jafn undirbúnir og þeir annars hefðu viljað, en þeirra langa reynsla saman sem lið í gegnum nokkur CAL-Invite og CEVO-P tímabil mun borga sig í þessum leik. Echo7, einusinni eitt af stabílari liðum í CAL-Invite, eru komnir til baka með nýjan mannskap sem að samanstendur af breyttu NSA liðsskipaninni. Sætið sem að liðið fékk í CEVO-P hefur verið margumdeilt, en þessir gæjar hafa það sem þarf til að spila á móti toppnum. Echo7 hefur engu til að tapa og margt til að sanna er þeir spila sinn fyrsta leik í deildinni, hinsvegar sér maður ekki frammá það að nýlega myndað liðsskipan e7 hafi næga hæfileika né reynslu til að taka niður rS, ekki í bili allavega. Horfið til að sjá e7 setja upp góðan bardaga á móti liði rSports sem er enn að koma sér á rétta braut aftur.

Spáin hans flashback's: rSports > e7 18-12

-

Team 3D vs Pandemic

Með þeirra nýlega innlimuðum meðlimi Ph33r, lítur Pandemic út fyrir að vera sterkari en nokkur tíman er þeir hafa hæfileikan til að komast á þjóðarvegu með stórum leik á móti þeirra gamla uppáhaldi, team 3D. Það hefur ekki verið mikið tal um Pandemic né 3D uppá síðkastið, bæði lið spáðu í að hætta í CAL-Invite til að gera tíma fyrir CEVO-P, þar sem alvöru peningurinn er. Pandemic hefur smá keim af einfaldri liðsvinnu og “chemiztry” frá gömlu Rival dögunum með sameiginlega krafta Ph33r´s og Torrez. Þetta lið hefur mikla dýpt í sér og hefur þann hæfileika að vinna hvaða lið sem er á hvaða degi sem er. Team 3D er mun erfiðara að spá fyrir. Þeir eru ennþá óstabílir og líta ekki út fyrir að hrista slenið af sér; þótt að þeir séu á sínu versta eru þeir enn ágætlega góðir. Ég trúi að 3D muni taka CEVO-P mjög alvarlega sem að í skiptum trúi ég á að þeir verði undirbúnir fyrir þennan leik. Horfið á mjög góðan leik hérna, en 3D mun hér sýna glæsilega hæfileika og skemmtilegar lotur.

Spáin hans flashback's: 3D > Pandemic 18-12

-

Complexity vs Jax Money Crew

Jæja, þessi leikur í mínum augum mun án efa vera besti leikur kvöldsins. Tvö undraverð lið sem að munu berjast um sigurinn, margir trúa að þetta sé ein besta keppni Norður Ameríku sem er heijuð á netinu. Gamlar glóðir milli JMC og coL má telja til baka leiksins fræga í de_nuke CPL Veturinn 05, þar sem að JMC öfugt við allar spár náði að taka niður hið fræga Ameríska ofurhús. JMC, núna með aðeins breyttan liðsskipan hefur æft stíft og úrslit leikjanna þeirra sýna það. Með nýlegan sigur á bandaríska lanmótinu PNY, JMC eru hér til að gera stóra hluti og hafa alla möguleika til að taka coL niður aftur, Complexity hinsvegar án efa er ennþá í hásæti Bandarískra liða og munu berjast hart fyrir leiknum eins og ávallt. Bæði lið munu koma inní þennan leik undirbúnir og tilbúnir til að byrja, þó að úrslitin muni brenna í minni þeirra til enda tímabilsins, mun þessi leikur vera jafn og þéttur og mun tempóið rokka fram og aftur á milli liða. Ef að compLexity heldur sér á tánum, Mun ég búast við að þeir taki þennan jafna leik og vinni.

Spáin hans flashback´s: coL > JMC 17-13