Hinir Brasilísku MiBR mættu galvaskir til leiks á ESWC , París, Frakklandi. Í þessum leik sem átti frá fyrstu ásjónu að vera heldur spennandi endaði ekki vel fyrir hönd Fnatic manna. Outplay & Outsmart ætti nú að vera yfirskrift MiBR manna sem að sýndu stórglæsilegan leik á móti eitursterku liði Fnatic manna.
Til gamans má geta að Fnatic vann MiBR í riðlastiginu á ESWC, 20-10. Ef miðað var við þann leik átti Fnatic ekki að hafa erfitt fyrir þessu, en hinir brasilísku MiBR meðlimir komu og sönnuðu að allar efasemdir í þeirra garð áttu ekki við stór rök að styðjast.
Leikurinn var spilaður í de_inferno og endaði 16-6 fyrir hönd brasilíumannana í MiBR.
Sætaröðin á mótinu var eftirfarandi :
1. MiBR - $52,000 USD
2. Fnatic - $36,000 USD
3. ALTERNATE aTTaX - $24,000 USD
4. Team 3D - $16,000 USD
5-8. Complexity - $8,000 USD
5-8. Lunatic-Hai - $8,000 USD
5-8. Ninjas in Pyjamas - $8,000 USD
5-8. x6tence - $8,000 USD
Til gamans má geta er að heildarupphæð vinninga á mótinu voru $400,000 USD.
Vill óska MiBR mönnum til hamingju með sætan sigur á ESWC þar sem að 44 lið tóku þátt víðsvegar úr heiminum eftir að hafa unnið undankeppnir ESWC í sínu heimalandi.
Meistarar ESWC 2006 - Made In Brazil