Mikil eftirspurn er núna búin að vera eftir Skjálfta og ætla ég að svara nokkrum spurningum varðandi þetta mál sem mun vonandi lýsa smá ljósi á hlutina og róa notendur örlítið niður í þessum málum.
Í fyrsta lagi er Skjálfti _EKKI_ hættur en þó verður hann líklegast ekki nema einu sinni á þessu ári vegna lélegrar mætingar undanfarin mót, svona hlutir kosta mikla peninga.
Í öðru lagi þá _Á_ Síminn Skjálfta þannig Skjálfti verður ekki án Símans og á meðan þið sjáið Simnet servera uppi þá er Síminn ekki hættur með Skjálfta.
Í þriðja lagi þá eru p1mparnir frá Skjálfta _EKKI_ að fara halda mót (Nema þá bara Skjálfta svo ég best viti).
Í fjórða lagi þá er ekki búið að ákveða dagsetningu eða neitt þannig en þið verðið látin vita hafið ekki áhyggjur af því, þið missið ekki af mótinu ;).
Vonandi var þetta gagnleg grein.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius