Hæhæ.

Ég gerði svona dæmi einu sinni fyrir Skjálfta og fólki líkaði það bara nokkuð vel og ákvað ég að gera svipað dæmi fyrir lanið sem er næstu helgi. Ég fékk 16 til að kjósa með mér, sem sagt 17 kvikindi, hvaða lið þau teldu líklegust til að verma efstu 5 sætin. Við skulum kíkja á þetta.

Þeir sem kusu:
- ice ~ entex
- (diG)fixer
- (diG)Rocco$
- Exile | Azaroth
- Exile | Aztro
- KotR - Nori
- KotR - Spencer
- pRossi is rws
- Bandit is rws
- saj.euow ~ goltti
- saj.euow ~ centrax
- seven|andrig
- seven|roMim
- NoName|lanzo
- NoName|zyth
- teamduality ~ manius
- teamduality ~ eyki

Jæja kíkjum á þetta helvíti.

-

3. saj.euow (33 stig)
goltti, kaztro, Erik, centrax & Edderkoppen

Það kom mér ekki á óvart að þessir kauðar yrðu kosnir í þriðja sæti. En þrátt fyrir það vonaði ég að þeim yrði spáð neðar - þeirra vegna. Þetta eru allir frekar óreyndir spilarar og að vera spáð svona ofarlega setur á þá eflaust eitthverja pressu.

Þetta finnst mér flott lineup, þó ég viti ekki almennilega hver þessi centrax er eða hvað hann getur. Goltti kemur eftir að hafa stoppað stutt í NoName, mta og Seven en kaztro og erik koma úr mta. Veit ekki hvaðan centrax kemur en Edderkoppen var seinast í stjörnuliði Duality ef ég man rétt.

Þessir strákar eiga það allir sameiginlegt að vera mjög hittnir, en ég set spurningarmerki við teamplayið hjá þeim. Það er vonandi að þeir nái að pússa sér vel saman og stratta vel fyrir mótið, því að annars ná þeir ekki langt. Ég held að ef þeir æfa vel þá eiga þeir eftir að blanda sér í baráttuna um úrslitaleiksspil.

En eins og áður sagði er þetta lið, en sem komið er, algjörlega óskrifað blað. En vonandi eiga strákarnir eftir að standa sig því að ég hef trú á þeim. En jæja, þar hafiði það.. spánna fyrir 3 sæti.

-

Gamers 2TM spá:
1. ???
2. ???
3. saj.euow (33 stig)
4. NoName (28 stig)
5. rws (13 stig)