YoungHwan “ryu” ryu, 24ára og hefur spilað CS í 3 ár, er leader Project_kr og in-game strat kallari. Project_kr ásamt Lunatic-Hai, er stolt kóreu. Liðið hefur verið að standa sig vel í Kóreu og unnu meðal annars netdeild Kóreu. Þeir náðu einnig fyrsta sætinu á WCG en WEG3 var mikilvægara svo þeir héldu sig á WEG3.
Hér fyrir neðan sjáið þið hvernig Project_kr hafa staðið sig til þessa á WEG3.
12:16 gegn Turmoil
13:16 gegn NiP
16:13 gegn x6tence
11:16 gegn Asylum
10:16 gegn wNv
16:5 gegn NoA
Lokasæti 1/2.
fract1on: Þegar þið fenguð að vita keppinauta ykkar í riðlinum hvernig brugðuðst þið við? Voruði vissir um að komast áfram?
Við vorum vissir að komast áfram úr riðlinum þó svo að NiP, x6tence og Turmoil voru í honum. Ég var frekar stressaður að spila gegn NiP og x6tence því þeir hafa betri reynslu af svona leikjum og þeir eru einnig mín uppáhalds lið. En okkar lið hefur farið mikið fram síðan á WEG2, svo við vorum tilbúnir að takast á gegn þeim.
frac1ton: Þó svo að þið spiluðu ekki vel í riðli 1. Þá náðuð þið að komast upp úr riðli vegna þess að þið unnuð fleiri round. Hver var munurinn á því þegar þið spiluðuð í riðlinum og nú í semi-finals.
Það er mikið af fólki sem heldur að við getum ekki unnið vegna frammistöðu okkar í riðlinum, en við vitum að við höfum það sem til þarf til að vinna hvaða lið sem er í heiminum. WEG virkar þannig að því lengra sem við förum því betri verðum við. Ef við hefðum gefist upp, þá værum við ekki í úrslitunum núna. Við bjuggumst við góðum úrslitum í riðlinum og við vorum fullir sjálfstrausti þegar við fórum í riðil 2, gáfum 100% í hverju roundi kom okkur þangað sem við erum nú. Við erum mun afslappaðari nú heldur en í riðli 1. Markmið okkar fyrir WEG3 var að komast í semi-finals en því lengra sem við komumst því hærri voru markmiðin sett. Við njótum þess til mjög að keppa gegn bestu liðum heims.
fract1on: Riðill 2 var frekar líkur þeim seinni, þið áttuð í erfiðleikum. Hinsvegar náðuði í semi-finals þar sem þið unnuð NiP. Þegar þið fóruð í leikinn, voruði vissir um að þið gætuð unnuð?
Við vorum ósáttir að tapa gegn wNv í inferno, sem er okkar besta map. Við fengum mikið sjálfstraust þegar við unnum NoA með miklum mun. Við vissum frá byrjun að NiP myndi verða erfiðir. Eina sem við vildum var að gera okkar besta og spila okkar leik. Við unnum NiP og komumst því í úrslitin.
fract1on: Enginn hafði spáð þessu, þið unnuð NiP, hvað finnst þér um sigurinn? Hvernig voru viðbrögðin innan liðsins?
Enskan mín er ekki góð, en mér finnst gaman að fara á CS síður og lesa fréttir og comment. Þegar ég sá að allir voru að spá NiP sigri, þá langaði okkur enn meira í sigurinn. Ef ég hefði verið í aðdáendahópnum hefði ég spáð NiP sigri. Þetta er aðeins í annað skiptið sem við keppum á alþjóðlegum vettvangi og við vorum ekki góðir á WEG2. Við komumst ekki einu sinni ur riðli1. Við vonum að eftir þennan sigur að fólk sýni okkur meiri virðingu.
fract1on: Í úrslitunum keppið þið við wNv, ósigrað lið. Að sigra þá mun verða erfitt verefni, hvernig munið þið búa ykkur undir þaða leik? Finnst þér þið betri en wNv?
NiP voru ósigraðir áður en þeir mættu okkur og við sigruðum þá. wNv er mjög sterkt lið sem hefur síndi sig vel á ESWC seinasta ár, en ég held að það sé ekki hægt að segja að þeir séu ósigranlegir. Mikið af fólki hélt að það væri ekki hægt að sigra NiP en við sigruðum, við elskum það að vera álitnir lélegri. Við búum okkur undir leikinn einsog við undirbúum okkur alltaf. Með að keppa og fara yfir plönin með liðinu. Það eru einungis 4 lið eftir, það er erfitt að æfa sig með liðum í Kóreu ví að wnV og NiP fóru til Kína í dag. Við heyrðum að wNv höfðu æft sig í 8-10 tíma á dag á WEG3 og höfum við einnig verið að gera það síðan á WEG2, við höfum sannað að við getum unnið góð lið og wNv er eitt af þeim, ef við njótum þess að spila okkar leik, þá getum við unnið.
fract1on: Þakka þér fyrir þinn tíma, eitthvað sem þú vilt segja?
Takk fyrir viðtalið, ég vill líka bæta því við að Kórea er að bæta sig mikið í CS. Spilarar frá kóreu munu halda áfram að koma upp á alþjóðlegum mótum og fá góðar móttökur frá aðdáendum.
Ég vildi að við gætum komið á Winter CPl, en útaf VISA erfiðleikum getum við það ekki.
Þar hafiði það lesendur góðir vonandi höfðuð þið gaman af þessu og óska ég Project_kr góðs gengis gegn feiknasterku liði wNv.
,,,,