Viðtal við coL|Sunman Sælt veri fólkið, mér hefur verið gefinn aðgangur hér að netleikja frétta kubb huga og vona ég að ég geti gert eitthvað gagn til ykkar allra.

Ég mun aðallega koma með fréttir af erlendum liðum, og að sjálfsögðu mun ég fylgjast með íslenskum liðum einnig. Markmiðið er að koma með að minnsta kosti eina frétt á dag, fer allt eftir því hvað er að gerast út í heim. Svo hef ég einnig sett mér það markmið, að koma með 1-3viðtöl á viku. Og reyna að íslenska þau öll sem ég finn á netinu. Mitt fyrsta verk er viðtal við coL sunman og reyndi ég af bestu getu að íslenska, njótið vel :).

fract1on (spyrjandi): Sæll Justin, fyrir þá sem ekki þekkja þig viltu vera svo vænn að kynna þig fyrir lesendum.

Sunman: Ég heiti Justin Summy og ég er 21 árs gamall. Ég bý í Pennsylvania, Bandaríkjunum og ég spila Counter-Strike 1.6 með liðinu coL. Ég er einnig í skóla og vinn ég einnig með skólanum. Ég hef verið að spila Counter-strike mjög lengi.

fract1on: Hvað kom þér inn í Cs í byrjun, hvenær byrjaðiru að spila sem atvinnumaður?

Sunman: Ég sá grein í tímaritinu PC Gamer og þar var umfjöllun um leikinn, þar sem ég átti nú þegar Half-Life ákvað ég að downloada MODinu. Ég varð hreinlega háður og spilaði og spilaði þangað til að betri lið tóku eftir mér og komu mér á toppinn.

fract1on: Á hvaða LAN-i hafðiru mesta gaman af?

Sunman: Það er mjög erfitt að velja hvað var mest gaman. Núna í sumar, þegar við fórum á ESWC í París myndi ég telja sem uppáhalds þó, byggt á staðsetningu, LAN-ið rúllaði vel áfram, og að við unnum.

fract1on: Er einhver persóna í atvinnumanna heiminum sem þú sérð sem fyrirmynd?

Sunman: Ég var aldrei viðloga við atvinnumanna heiminn, fyrren ég byrjaði sjálfur í honum. Svo að ég hafði eiginlega aldrei neinn uppáhalds mann.

fract1on: Hvað finnst fjölskyldunni þinni um það að þú sért “hardcore” spilari?

Sunman: Þeim finnst það allt saman mjög töff, jafnvel frænkur og frændur. Frændi minn mun líklegast lesa þetta viðtal þar sem að hann fylgir því sem ég geri mjög mikið. Nágranni frænku minnar spilar Cs og hann talar mjög oft við hana um mig. Pabbi minn var á veitingastað í fríi um daginn, og þjónninn spurði hvort hann væri skyldur mér, bara vegna þess að hann sá “Summy” á greiðslukortinu. Þessir litlu hlutir gera virkilega mikið fyrir mig og fjölskylduna, þau sjá þetta þannig hversu stórt þetta allt saman er.

fract1on: Er það eitthvað sérstakt atvik á móti sem þú mannst og heldur mest upp á?

Sunman: Þegar ég spila vel 1v1, eða ég næ flottu roundi til að hjálpa liði mínu að vinna. Þau eru fá, en ég met þau öll til mikils. Sum af þessum roundum hjálpuðu mér að komast þangað sem ég er í dag.

fract1on: Hvað gerirðu, utan þess að spila?

Sunman: Ég mun fara í skóla næstu önn, og ég vinn hlutastarf til að fá auka pening.

fract1on: Segðu okkur frá því, áður en þú fórst frá compLexity, hvernig var það að vinna ESWC2005 og þar af leiðandi viðurkenndir sem Nr1 af www.gotfrag.com

Sunman: Þetta var eitthvað sem ég hafði verið að vinna að allann minn feril, og ég loksins náði því með liði mínu. Það var virkilega stórkostleg reynsla, og við erum hér aftur til að ná því takmarki aftur.

fract1on: Ef það var svona gott, afhverju fórstu?

Sunman: Hlutir úr mínu persónulega lífi, þetta var ákvörun sem ég þurfti að taka.

fract1ion: Núna ertu kominn aftur, finnst þér að þú(coL) getir aftur orðið númer1 í heiminum?

Sunman: Það er ekkert stórt mót búið að vera síðan ESWC og við erum ekki lengur númer1? Ef þú getur gert það einu sinni, þá getur þú gert það aftur, það er það sem við ætlum að sanna.

fract1on: Mikið af fólki að þú varst mjög stór hlturu af árangrinum í Frakklandi, ertu sammála því?

Sunman: Já auðvitað er ég sammála því. Tölfræðin sýnir að ég stend mig miklu betur á LAN-i heldur en á netinu, og það er ein af helstu ástæðunum. Allir í liðinu stóðu sig vel þó, þetta var ekki bara ég. Ég man eftir mörgum atvikum þar sem allir stóðu sig frábærlega og gerðu það sem vantaði til að vinna mótið.

fract1on: Segðu okkur frá fyrirtækinu sem þú spilar fyrir, færðu allt sem þér vantar frá coL?

Sunman: Það er byggt á því hvað leikmennunum vantar og vilja. Allt svo að við getum spilað okkar leik er hægt. Þökk sé styrktaraðilum og frábærum stjórnanda/eiganda. Sumir leikmenn fá ekki verðlaunin sem þeir vinna sér inn, við fáum það, það er stór plús.

fract1on: Hvað finnst þér um manninn sem þurfti að fara útaf þú komst aftur, exodus.

Sunman: Ég gat aldrei séð hann spila, en það sem strákarnir segja var hann frábær strákur í leiknum sem og utan hans. Auðvitað finnst mér slæmt sem gerðist, en ekkert sem ég get gert að.

fract1on: Í yfirlýsingunni á www.complexityclan.com er sagt “Við höfum komist að samkomulagi við Justin ”Sunman" Summy sem hefur ákveðið að koma aftur til coL og mun spila fyrir okkur. Hvað þýðir þetta? Munt þú verða eins active og þú varst?

Sunman: Þetta þýðir bara að ég mun geta spilað Cs aftur! Ég hlakka til í tilvonandi mótum að spila með öllum aftur. Vonandi náum við fyrsta sætinu aftur.

fract1on: Hvað eru plönin fyrir coL? Hvaða lön munuð þið mæta á í framtíðinni?

Sunman: Eina sem ég veit, CPL Dallas og CPL world tour stops. Utan þess munum við ákveða um leið og mótin eru auglýst.

fract1on: Þakka þér kærlega Justin, einhver lokaorð?

Sunman: Þakkir fara til Steel pad og Icemad fyrir frábærann búnað, Gamecomm, Highdef, Comcage, IMG, og BranzOr.

Heimildir eru fengnar af síðunni http://www.e-srael.org/features.php?id=105

Vonandi höfðuði gaman af að lesa þetta, og svo er bara spurningin hvort ég á að drita inn fleiri svona?
,,,,