Ég hef ákveðið að taka að mér smá CS kvikmyndagagnrýni og ætla að skrifa um flestar nýjustu myndirnar sem eru að koma á markaðinn og eru heitar á þessu áhugamáli hvort sem þær séu erlendar eða innlendar. Vil ég benda á að þetta er aðeins mín skoðun og tengist ekki samstarfsfólki mínu né öðrum á nokkurn hátt og ef einhverjum sárnar við lokaeinkunn getur sá aðili talað við mig á irc eða sent mér einkaskilaboð og sleppt því að tuða um það hér.

Nú myndin sem ég hef ákveðið að fjalla um er Mort The Movie sem skartar þeim Raptoz, Platon`, Zurdah, Elvi, Cliff, Dr.Pepper, Toylor og Njoli`. Myndina gerði hann Platon`.

Introið er frekar fuzzy, þessi skærblái effect sem er í byrjuninni er svosem ágætur en það er eins og það sé búið að tjúna upp contrastinn þannig maður fær hálfpartinn ofbirtu í augun. Svoldið óþægilegt líka þegar nöfnin bara birtast þarna allt í einu.

Myndin sjálf er ágæt, fín frögg og hún er heldur ekki of löng sem er plús. Flestir spilararnir sem þeir eru að spila á móti hef ég aldrei séð og finnst mér það ókostur, alltaf klassík að taka flott frögg á móti þekktum spilurum í samfélaginu.

Eins og í introinu þá heldur þessi ofur tjúnaði contrast áfram sem fer ílla í augun á manni og stundum er eins og þetta sé einhver ljótur effect sem hikstar og ruglar mann stundum.

Tónlistin er ágætlega syncuð í myndina en það er svosem misjafnt eftir smekk hvernig fólk vill hafa það. Enn kommon gátu þið ekki valið betri tónlist en þetta? Svona ofur trend tónlist sem maður gæti gubbað yfir og svoleiðis búið að ofnota yfir tíðina.

Svo er það þessi rammi í myndinni sem mér finnst alls ekki passa inn í, hefði strax verið þægilegra að gera hann kannski örlítið mildari því mér finnst hann svoldið trufla efni myndarinnar.

Þið fáið ace fyrir að nota sýndist mér enga effecta í myndinni sjálfri því ég þoli ekki myndir sem er gjörsamlega búið að drekkja í óspennandi og ljótum effectum.
Ágætis skemmtun og alls ekki slæmt ef þetta er fyrsta myndin hans Platon`. Með æfingunni gætirðu orðið enn betri í cs myndunum.

Myndin fær 6 af 10 möguleikum.

—–

Vonandi fannst ykkur þetta gagnleg gagnrýni og mun ég skrifa fleiri svona rýnir ef fólk hefur áhuga á því.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius