Hinir frekar nýbyrjuðu Ninjas hafa bætt við sig tveimur spilurum Auddz og Edderkoppen, en þeir komu úr hinu efnilega liði Shockwave. Ég fékk æðstu menn beggja liða til að gefa frá sér yfirlýsingu varðandi málið.
ShocK
“Auddz og Edderkoppen fóru útaf því þeir voru ekki í byrjunarliðinu sem stefnir á skjálfta og IEL og þeim fannst það óþægilegt og færðu sig um set(þ.e.a.s ninjas) framtíðin hjá ShocK er björt og erum við að æfa og stratta á fullu þessa dagana og líklegast munum við taka inn 6th sem ég get ekki gefið upp hver er að stöddu”
Lineup:
Zickfunka
TEsA
Carlito
OmegaDeus(Semi-Active)
Azaroth
Ninjas
“Í dag þá gengu til liðs við okkur tveir leikmenn. Þeir Edderkoppen og Auddz frá Shockwave. Þeir koma inní liðið sem mikilvægir spilarar og munu strax fara inní starting five sem og Skjálftalineup. Sjötti maðurinn myndi þá vera dizturbed
Við munum fara á IEL á næstunni og svo er skjálfti auðvitað staðurinn sem við ætlum okkur á
Margt er í gangi hjá okkur núna og má vænta þess að við munum láta heyra rækilega í okkur á íslenskri grund. En þegar auddz og edderk koma inn
Þá létum við fir3fly fara eftir stutta dvöl og viljum við þakka honum fyrir.
Eins og ég segi þá er margt í gangi. Margt sem við munum ekkert fara nánar útí einmitt núna enda er margt óljóst ennþá”
Lineup:
Yzer,
Alloss
Fantur
Edderkoppen
Auddz
Dizturbed(6th)
Framtíðin hjá báðum liðum virðist björt og vonandi ná þau að fikra sig áfram og berjast um topp sæti hérna heima.