Það er langt síðan ég gerði þetta seinast, en núna er komið að því að ég taki upp hugalyklaborðið á ný. Kauðinn sem ég ætla að ræða við í þetta skipti er ágætlega þekktur í íslensku Counter-Strike menningunni, og þá sérstaklega fyrir skemmtilegu skrif sín hérna á hugi.is/hl. Dömur mínar og herrar; andrig.
Komdu sæll, viltu gerast svo vænn að kynna þig fyrir lesendum huga.is
Ég heiti Andri Gunnarsson, hence the andrig. Er búinn að vera í yfir ár í Seven og stefni á það að stjórnu öðru árinu vel og betur enn árinu á undan :)
Á hvernig tölvu spilarðu á?
3,0Ghz Intel, ATi 9800xt, 2x 512mb 400mhz HyperX og allt monsterið pakkað í Shuttle, nota svo Icemat Siberia heyrnatól, Mx510, Icemat 2nd edition.
Nú hafa tvö stór klön hérna á klakanum farið í pásu eða jafnvel hætt, hvað finnst þér um það?
Það er mikill missir að tapa diG og Drake í inactivity/hætta og held ég að þetta verði einungis til þess að mTa, Adios og Seven muni einungis leggja harðar að sér til að sigra ice og vinna Skjálfta og verða #1. Annars finnst mér kominn tími á til að fá nýtt lið á klakann og væri gaman að fá lið útur þessum tveim brotum þótt að ég held að Drake séu ekkert að fara að snúa aftur í bráð :)
Nú varst þú á dögunum valinn í íslenska landsliðið, hvað finnst þér um landsliðið?
Gaman að vera valinn, það er mikið tap að fá Jóa og Golla ekki í liðið enn það mun ekkert stoppa liðið og vonandi koma fleiri stjörnur í ljós í þessum stóru leikjum
Heldurðu að þið eigið eitthvern möguleika á að komast upp úr riðlinum?
Hef ekkert kynnt mér þetta, ég veit varla í hvernig riðli við erum en eins og flestir vita þá eru Noregur og Svíþjóð mestu hindranirnar enn það er allt hægt með réttum móral og smá æfingu, einnig verður gaman að sjá nýju hetjurnar okkar denos og Aron spila.
Snúum okkur núna að SeveN, hvert stefniði á Skjálfta?
Persónulega er ég kominn með leið á Skjálfta og finnst mér að þeir ættu að gera róttækar breytingar til að færa Skjálfta á næsta level (Eða koma með alvöru samkeppni), annars held ég að það sé meiri áhugi á því að spila erlendis þá online þótt að það sé alltaf gaman að spila á LANi enn við mætum eins og alltaf.
Megum við búast við að SeveN fari út á næstunni?
Nei ég sé það ekki gerast á næstunni, annars eru tímarnir fljótir að breytast og hver veit hvert þetta leiðir, annars væri gaman að fara út enn meira gaman að með öðru íslensku liði í smá hóp trip :)
Hvað er framundan hjá SeveN?
WWW.SEVEN.IS ! eins og flestir vita, erum búnir að vera svo lengi að við förum ekkert að gera neinar aðrar breytingar, svo er ég svo frekur að ég leyfi engum að hætta eða vill ekki breyta neinu :)
Jæja, þá er viðtalið á enda. Þakka þér fyrir viðtalið, einhver lokaorð?
Takk fyrir viðtalið, munið eftir opnun www.seven.is gjafir ofl! stop by
Þökkum Andra fyrir sinn tíma.