Plásturinn mun koma út snemma í næstu viku og inniheldur hann m.a. betri netkóða og afkastameiri grafíkvél. Einnig er í honum svokallað ”auto update system“ sem lætur vita af nýjum uppfærslum. Ef fólk notar betuna sem kemur út í næstu viku þá mun lokaútgáfan koma í gegnum það kerfi.
Þessi plástur breytir svokölluðum ”protocol" kerfi serverana og mun hann því ekki vera samhæfður við eldri plástra.
Óþarfi verður að sækja þennan plástur fyrr en að hann verður tekinn í notkun á Skjálftavélunum og munum við láta vita þegar (og ef) af því verður. Bíða þarf eftir Linux útgáfu af honum til að það sé gerlegt.
JReykdal