Margir hafa velt því fyrir sér hvað sé í gangi hjá ice þessa dagana eftir að þeir töpuðu óvænt fyrir Drake í úrslitum Skjálfta. Óvænt? segja eflaust margir, en þetta segi ég í ljósi þess að margir, og ef ekki flestir, spáðu því að ice myndu bera Drake ofurliði. Til þess að svala spurningaþorsta ykkar þá bjallaði ég í aðal manninn í ice, engan annan en sPiKe. Við fengum okkur beikonbát á Nonnabita og spjölluðum saman.

Undirritaður:
Sæll Birgir. Viltu gerast svo vænn og kynna þig fyrir lesendum huga.is?

sPiKe:
Sæll, ég heiti Birgir Ágústsson kallaður Biggi og ég spila fyrir hönd ice.

Undirritaður:
Segðu mér, hvernig ákvaðstu nickið þitt?

sPiKe:
Tommi og Jenni maður, hundurinn sem er alltaf að lemja Tomma ;)

Undirritaður:
Nú er Ragnar, betur þekktur sem Cyru$, hættur að spila CS, í bili allavega, er þetta ekki mikill missir fyrir clanið?

sPiKe:
Jú mikið rétt, Raggi er náttúrulega frábær spilari, en það hafði áhrif á liðið í lokinn hvað metnaður hans var orðinn lítill, og eins og oftast kemur maður i mann stað.

Undirritaður:
Já, eins og flestum er kunnugt eruði búnir að fá til liðs við ykkur Puppy og Shayan, eiga þeir eftir að styrkja liðið mikið? Og hvernig þá?

sPiKe:
Já þeir eiga eftir að styrkja liðið mjög mikið. Þetta eru 2 klassa spilarar með mikla reynslu. Þeim skortir ekki metnaðinn í að ná langt og þeir eru líka mjög actívir. Þannig að þeirra innkoma er ekkert nema jákvæð.

Undirritaður:
Núna eruði eina íslenska liðið að ég held sem er með svokallaðan ‘umboðsmann’. Finnst þér mikið til hans koma og mælirðu með að íslensk lið reyni að næla sér í einn slíkan?

sPiKe:
Hehe, Caine er frábær gaur sem hefur svo sannarlega hjálpað okkur mikið. Og já, lið sem eru með getu til þess að ná langt í Evrópu ættu að næla sér í einn slíkan.

Undirritaður:
Ofmetnasta clan Íslands og afhverju?

sPiKe:
Ofmetnasta clan Íslands að mínu mati er SeveN. Þeir eru með góða einstaklinga í liðinu en þeim vantar stundum smá í kollinn. Síðan finnst mér að ofurtrú á SeveN fari sem tískubylgja um íslensku CS menninguna.

Undirritaður:
Vanmetnasta clan Íslands og afhverju?

sPiKe:
Mér finnst að SpEaRs gleymist stundum í umræðunni. Þeir eru með frábært lineup og flestir þeirra eru Akurnesingar. Þeir eru yfirleitt á LANi og þeirra leið liggur bara upp á við.

Undirritaður:
Vanmetnustu CS spilarar Íslands?

sPiKe:
Nokkrir kappar í mTa og SpEaRs.

Undirritaður:
Hver er þinn uppáhalds íslenski spilari?

sPiKe:
the ice crew

Undirritaður:
Uppáhalds erlendi spilari?

sPiKe:
HeatoN og Whimp

Undirritaður:
Uppáhalds map og byssa?

sPiKe:
Frekar mörg; train, inferno, dust2 og cbble. Svo er það coltinn en wappinn stendur fyrir sínu.

Undirritaður:
Jæja gangi ykkur ice gaurum vel í CSCL keppninni sem og á öðrum mótum. Takk fyrir spjallið en ertu með einhver lokaorð í pokahorninu?

sPiKe:
Bara keep it real bið að heilsa ice ~ og fylgist með okkur i CSCL næsti leikur 21sta vs 64amd