Ég ákvað að mæla mér mót við Frey sem spilar undir nickinu Cyberian. Freyr ásamt félögum sínum í heitasta spútnik clani landsins, running with scissors, stóðu sig eins og hetjur á nýafstöðnum Skjálfta. Þar lentu þeir í 3 sæti og slóu út lið á borð við GEGT1337 og 1988.
Ég og Freysi fengum okkur heitt kakó og kleinur og hérna er afraksturinn.
Undirritaður:
Sæll Freyr. Viltu gerast svo vænn og kynna þig fyrir lesendum huga?
Cyberian:
Já, ég heiti Freyr Sigurðsson og hef spilað Counter-Strike í hátt á þrjú ár. Ég er 17 ára Keflvíkingur í húð og hár og ég vinn hjá IGS. Mín helstu fyrrverandi clön eru Exile, tSt, Touch, worldWide og extreme Edge. Ég er mjög mismunandi eftir hvernig mús ég nota, hef verið að nota ms3.0 mikið.. fékk mér þá mx510, var ekki að fýla hana alveg þangað til ég fékk mér mx310 um daginn og hef verið eins og monster síðan hE! Tölvan mín er ekkert svaðaleg, 2800xp, 512ddr, gf2 GTS 64mb, MSI k7n2 delta og svo mx310 á DKT Pad. Ég spila núna fyrir Running with Scissors.
Undirritaður:
Segðu mér, hver í rws kom þér mest á óvart á Skjálfta og afhverju?
Cyberian:
Það mun vera Jói monstercock, a.k.a. cryptic, hann var með besta einstaklingsframtakið í okkar teymi mest allann tímann, hann var alltaf stöðugur og kom geysilega vel út með góða hittni og frábært teamplay.
Undirritaður:
Hvaða sigur var sætastur á Skjálfta?
Cyberian:
1988 fannst mér, gífurlega spennandi og skemmtilegur leikur.
Undirritaður:
Hvernig gengur rws? Einhverjar viðræður við sponsors eða eitthvað djúsí?
Cyberian:
Okkur gengur bara ágætlega, engir sponserar eins og er, en erum að leita af manni í góðri heimasíðugerð. En netdeildin er svona það eina sem er í gangi hjá okkur núna.
Undirritaður:
Hver er þinn uppáhalds íslenski spilari?
Cyberian:
ice ~ entex
Undirritaður:
Ef þú værir landsliðseinvaldurinn, hvernig myndi starting 5 líta út hjá þér? Hver myndi vera ingame leader? Mundu bara 2 úr hverju clani.
Cyberian:
Drake | Zombie
Drake | DynaMo
ice ~ spike
ice ~ entex
(diG)Rocco$
Undirritaður:
Hvaða clan á Íslandi finnst þér vera mest vanmetið?
Cyberian:
SeveN
Undirritaður:
Uppáhalds map og byssa?
Cyberian:
AWP og de_train.
Undirritaður:
Jæja, ég þakka þér fyrir spjallið. En ég verð að vera hreinskilinn og segja að kleinurnar hérna eru ekkert spes. En ertu með einhver lokaorð?
Cyberian:
Haha, þar hefurðu rétt fyrir þér. Þessar kleinur smakkast eins og blúndunærbuxurnar hennar ömmu, svo er það bara kveðja til allra sem ég hef spilað við á Skjálfta og takk fyrir mig.
Jæja ég vil þakka Freysa Cyberian fyrir þetta viðtal. Ég ætla að reyna að koma með svona viðtöl á hverjum fimmtudögum svo lengi sem ég nenni, vonandi líkar fólki við þetta.