NetDeildin 2004 reglur:
Þrír riðlar eru í deildinni að þessu sinni: 1.deild (8 lið), 2.deild (12 lið), 3.deild (12 lið)
Spilaðar verða 7 umferðir í riðlunum og svo verður farið í single elminination. 3 efstu liðin í 3 deild komast upp, 3 neðstu í 2.deild fara niður, 2 efstu í 2.deild fara
upp og 2 neðstu í 1.deild fara niður. 8 lið úr hverjum riðli komast upp í bracketana, svo að 4 lið úr annari og þriðju deild komast ekki áfram.
Spiladagar eru eftirfarandi. 1.deild spilar á mánudögu, 2.deild spilar á þriðjudögum og 3.deild á miðvikudögum.
Leiktímar verða héðan í frá milli 19:00 og 21:00! Leikir mega ekki hefjast eftir 22:00. Fara þeir leikir 24-0 fyrir öðruhvoru liðinu.
Dómari er aðilinn sem er með rconið á servernum. Dómarar sjá um að gangsetja leiki, sem og tilkynna yfiradmin úrslit.
Dómarar verða að vera samþykktir fyrir leik af Yfiradmin. Dómarar ráða ekki hvaða leiki þeir dæma.
Record er ekki skylda nema ef að dómari segir liði að recorda. Sem þýðir að þið þurfið ekki að recorda í byrjun, en ef að dómari segir öðru liðinu að byrja að recorda
(t.d. vegna gruns um svindl) þá verður það lið að hlýða þeirri skipun og recorda sem og senda dómaranum demóin eftir leik. “Gleymist” þetta þá fær liðið umsvifalaust
forfeit skráð á sig.
Leikmenn verða að vera skráðir í deildina á réttum steam_id-um. Ef rangt steam_id spilar þá verður dæmt tap. Leikmönnum verður eingöngu bætt inn á fimmtudögum. Þ.e. ef að
lið skráir nýjan leikmann á sunnudegi, þá verður hann ekki gildur í NetDeildinni fyrr en eftir næsta fimmtudag.
Leiktími er frá 20:00 til og með 21:00 (þá verður leikur að vera hafinn!) Serverar verða ekki skráðir á hvaða lið, en til að fá hltv þarf að msg-a hltv masterinn okkar
á irc-inu með amk 10 mín fyrirvara milli 19:30 - 20:30. Hægt verður að panta HLTV servera í msg á IRCnet á rásinni #netdeild.
Annars eru venjulegar Skjálftareglur í gangi varðandi hvar má fara upp og hvar ekki. Ekki er gert ráð fyrir því að config checker komi upp, svo að ég vill biðja fólk
um að vera heiðarlegt :) Annars bitnar þetta bara á ykkur þegar ég kemst að þessu, skrattakollar ;)
Og já, ég held að ég sé að gleyma að skrifa svona helminginn af þeim reglum sem að eiga að koma hinga, svo að þetta veðrur update-að mjög oft :)