Það er komið að þriðju útgáfu af Skjálftaverðlaununum svokölluðu, þakkir til þeirra sem tóku sér tíma í að kjósa og spes þakkir til Kára “KeZe” Harðarssonar fyrir að skrifa hluta af þessu.
MVP – Most Valuable Player – Mikilvægasti leikmaðurinn:
zombie
Jóhann “zombie” Jónatansson er lykilmaður í liði Drake, hann átti ekki einn slakan leik á Skjálfta og var var sífelld ógnun við andstæðinga hvar sem hann var.
Þeir sem voru nálægt því að verða MVP: Some0ne (2) , MrRed (2) , Vargur (2), DynaMo (1) , Cyrus (1)
MVP Besta einstaklingsframtakið:
Some0ne
Besta einstaklingsframtakið þennan skjálfta hlýtur Ólafur “Some0ne” Sigurðsson. Í gegnum Skjálfta spilaði hann mjög vel og stabílt. Þegar í úrslitin kom hélt hann uppteknum hætti og spilaði mjög vel í báðum leikjum. Hann átti ótrúleg round á borð við 10. í fyrri hálfleik í de_dust2 þar sem hann tók 4 og í raun vann roundið uppá eigin spýtur. Að ógleymdu 4 roundinu í seinni hálfleik de_nuke þar sem Drake innsigluðu Skjálftasigurinn. Þar var okkar maður mættur og tók 3 Ice menn og kláraði dæmið.
Þeir sem voru nálægt því að eiga Besta einstaklingsframtakið: cryptic(2) , zombie (1) , DynaMo (1) , RedNeck (1) , 4gotten (1).
Spútnik liðið:
Running with Scissors
Þessir dáðadrengir komu flestum á óvart og skutu mörgum liðum ref fyrir rass, þeir unnu Adios, GEGT1337 ,eCCo og 1988 þannig að það má segja að þeir hafi svo sannarlega unnið sér inn þriðja sætið. Það verður spennandi að sjá hvað þessir drengir bauka á komandi tímum, en eins og sumir vita þá inniheldur þetta lið fyrrum liðsmenn KoTr sem hafa hérmeð staðist sína eldskírn.
Þau lið sem voru nálægt því að vera Spútnikkarar: 1988(2) , eCCo (1) , Freak (1)
Vonbrigði mótsins:
SeveN
Þeir litu vel út fyrir Skjálfta , voru með svipaðann hóp og á síðasta Skjálfta þarsem þeir einmitt voru valdir spútnik lið síðasta Skjálfta. Þeir virtust vera í svipuðu formi snemma móts þegar að þeir skildu jafnt við Drake í æsispennandi leik sem hefði getað farið þeim í vil. Hinsvegar voru þeir slegnir í Losers bracket af Ice í frekar einhliða leik og féllu síðan endanlega úr leik fyrir 1988. Þess má geta að keppnin um vonbrigði mótsins var mjög naum og unnu SeveN hana með einu atkvæði, enda voru fleiri lið sem að ekki voru eins sterk og menn bjuggust við.
Þau lið sem voru nálægt því að vera Vonbrigði mótsins: Adios(4) , STK2 (3) , WarMonkey’s (1) , extremeEdge (1)
Stjörnuliðið:
Some0ne (14) , zombie (13) , entex (9) , DynaMo (6) , WarDrake (6)
Þetta er “Stjörnuliðið” , eða þeir 5 leikmenn sem hvað mest þóttu bera af í sínu liði og voru bestu leikmenn Skjálfta.
Þeir kappar sem voru næstum í Stjörnuliðinu: Spike (5) , MrRed (4) , RedNeck (3) , Cyrus (3) , Vargur (2) , Chmztry (1) , deNos (1) , Jam (1) , RomiM(1) , Calculon(1)