Smá breytingar hafa orðið á netdeildinni. eE og GOTN bættust í aðra deild sem að gerði allt mun einfaldara fyrir mig v. að búa til umferðir (takk strákar ;)) og er ég núna búinn að búa til þær allar.
Ákvað að hafa bara sjö umferðir í riðlunum, og svo single elim, hafa þetta s.s. stutta og snögga keppni, og sjá svo til v. framhaldið.
Stefnt er að því að byrja þetta bara strax næsta mánudag með blasti frá fyrstu deild, 2. deild spilar svo á þriðjudeginum, og þriðja deildin spilar á miðvikudeginum. Næsta fimmtudag verður þá tilkynnt næsta umferð og svo koll af kolli.
Maplistinn er ekki alveg kominn á hreint svo að um leið og ég er búinn að ákveða hann þá skrifa ég kortanafnið efst á kubbinn, og ef þið vitið ekki hvaða kubb ég er að tala um þá er þetta “Umferð Vikunnar” kubburinn sem mun koma fyrir neðan þennan kubb. Í hann fara úrslit allra umferða (ég veit að það verður lagg að skoða þann kubb, en well :)) og verða geymd þar.
Og þá er ekki fleira að þessu sinni, veriði sæl.