Já, í kvöld þá póstaði ég riðlunum fyrir netdeildina og ákvað að nota þennan kubb hérna til að pósta tilkynningum og fréttum (til að lífga upp á kubbagreyið :))

Jájá, flestallir ánægðir, en auðvitað eru sumir sem hefðu frekar viljað sjá sig með lægri deildartölu en raun ber vitni en margt var tekið til hliðsjónar í þessu og voru það 5 aðilar sem að hjálpuðu mér með að samhæfa þetta.

Núna tekur við langt process hjá mér þar sem ég mun rita reglur / umferðir / og allt heila klabbið, og stefni ég á að gera það í ensku- og íslenskutímunum í skólanum á morgun :)

En enn vantar mig eitt, og það eru dómarar, sem ég ætla að útskýra núna hvað þeir eiga að gera :)

Dómari er inni á server, tekur screenshot af “ rcon status ” outputtinu, hann live-ar leikinn, lætur fólk fara eftir reglum (Sem að koma á morgun eða hinn), og tekur svo aftur screenshot's eftir hvorn leikhluta - en ég mæli samt með að keppendur taki screenshot sjálfir af þessu sem og að þeir recordi demó.

þeir sem hafa áhuga á að gerast dómarar senda e-mail á netdeild@skjalfti.is og ég mun renna yfir þær. Þar vill ég að þið takið fram í hvaða clani þið eruð, aldur, reynsla af því að vera rcon sem og vill ég fá ágætlega orðaða útskýringu afhverju ég eigi að velja ykkur. Það að vera dómari skerst ekki á við það að vera keppandi! :) Dómarar mega s.s. líka vera keppendur.

En já, farið núna að plana ! Erfið keppni er framundan ;)