United 5 og The Stomping Grounds drápu alla orðróma CS samfélagsins í gær þegar þeir tilkynntu opinberlega sameiningu liðanna.
Fyrr í sumar flutti Michael “Hare” O'Toole(u5) til Chicago til að búa með TSG mönnunum Justin “sunman” Summy, Charlie “cbz” Pyo og Josh “Dominator” Sievers. Það leið ekki að löngu þar til tr1p úr u5 flutti þangað líka og í framhaldi af því kviknuðu hugmyndir og orðrómar um mögulega sameiningu liðanna.
Eftir ESWC USA úrslitin, gaf Moses það út að hann myndi verða óvirkur í CS í nánustu framtíð. Þegar fólk fór að velta fyrir sér hvern ætti að setja inn í u5 sem fimmta mann, var kominn tími fyrir bæði lið að fá að vita hvað var búið að ákveða að myndi gerast eftir CPL.
Ímyndið ykkur að fara í næstu mót svosem ESWC, EverLAN og CPL sem mót fyrir bæði þessi lið, vitandi að þetta yrði eitt af þínum síðustu mótum með liðinu, sama hver úrslitin yrðu. Þetta er ástæðan fyrir skyndilegri ákvörðun fRoD að hætta í u5. Hare of fRoD voru ekki alveg par hrifnir af hvor öðrum og fannst fRoD og liðinu það best að hann yfirgæfi liðið og þeir finndu annann fimmta fyrir næstu mót.
Meðan u5 æfði á fullu með nýju spilarana, t0ol og Da_Bears, var TSG í Frakklandi á ESWC Heims úrslitunum að gera heiminn orðlausann. Eftir óvænt fjórða sæti á úrslita mótinu, fór fólk að velta fyrir sér hvort sameiningin myndi nokkuð eiga sér stað, sérstaklega eftir að u5 náði þriðja sæti á EverLAN með sigrum á t.d. 3D og unnu borð gegn NoA.
Þó að báðum liðunum hafi gengið frábærlega í báðum mótunum fyrir CPL, gekk hvorugu jafn vel og þeir höfðu vonað, á CPL. Núna þegar allt hefur róast eftir CPL, hefur verið tilkynnt nýja lið United 5. Meðlimir nýja liðsins lifa allir annaðhvort í sömu íbúð eða í bílfæri, uppá að geta LANað reglulega.
Liðið er svona:
Michael “Hare” O'Toole
Eric “da_bears” Stromberg
Charlie “cbz” Pyo
Justin “sunman” Summy
Josh “dominator” Sievers
Svo er hérna viðtal sem meðlimur GotFrag starfsfólksins tók við Charlie “cbz” Pyo um málið.
GotFrag.com: Eins og megnið af fjöldanum veit núþegar, hafið þið búið saman eða nálægt hvoröðrum frá því fyrir ESWC USA úrslitin. Hversu lengi hefur þessi áætlun verið í bígerð?
United [5] * cbz: Tja, þetta var nú ekki upprunalega áætlunin, né ástæðan fyrir að Hare og tr1p fluttu inn til okkar. Ástæðan fyrir því var að þeir ætluðu að koma og vinna fyrir mig og pabba minn. Svo þegar tíminn leið, var þetta nefnt, bara í gríni. Svo eftir því sem við hugsuðum meira um þetta, varð þetta betri og betri hugmynd. Við erum búnir að vera með þessa hugmynd frá því svona tvem vikum fyrir ESWC USA úrslitin.
GotFrag.com: Hver eru markmið liðsins, þar sem liðið samanstendur af tveim efstu liðunum frá Norður Ameríku?
United [5] * cbz: Markmið okkar er að vonandi verða betri sem heild, þar sem við erum allir nálægt hvor öðrum en ekki dreifðir um landið. Í TSG allavega vorum við aldrei með neinn sérstakann in-game leiðtoga, sem var erfitt sem Terrorists oft á tíðum. Samt sem lið sem gott er í að finna upp nýja hluti, sást það á CT hliðinni í næstum hverju mappi. Við vonum að með sameiningunni verðum við betri og stöðugra lið.
GotFrag.com: Josh var upprunalega partur af sameiningunni, svo bakkaði hann útúr því vegna skóla. Núna, er hann kominn aftur í spilið. Hvað breytti skoðun hans?
United [5] * cbz: Josh var upprunalega partur of sameiningunni en var tekinn út þegar hann sagðist ekki getað búið með okkur og myndi fara heim tl Iowa. Við byggðum aðra möguleika sem fimmta mann á því að geta flutt og/eða verið nálægt, en eftir nokkrar vikur ákváðum við að halda okkur við Josh þar sem hann er bara um 4 tíma akstur frá okkur og hann keyrir þetta nokkuð oft núþegar.
GotFrag.com: Ég veit þú getur ekki svarað fyrir Hare um restina af u5, en hvað mun verða um þá sem eftir eru í TSG, svosem storm og dizza? Sérstaklega þar sem dizza var að hugsa um að flytja til Chicago fyrir þetta lið? Hvað gerðist með það?
United [5] * cbz: Tja, með storm, hann gat ekki flutt, svo við ákváðum að hafa hann ekki sem möguleika. Hann er nokkuð langt í burtu frá okkur, þó svo að hann sé frábær spilari. Með dizza, þegar Josh sagðist ekki getað flutt inn, horfðum við til dizza og sáum hann sem líklegasta manninn. En við komumst að því að hann gæti það ekki heldur, svo við ákváðum að halda í Josh. Það var ánægja að spila með bæði dizza og storm. Ég skildi við storm á slæmum nótum, en ég og dizza erum enn bestu vinir svo það er gott.
GotFrag.com: Volcano er nú búinn að joina Team 3D. Voru einhverjar áætlanir um að halda honum í nýja liðinu?
United [5] * cbz: Jább. Við vorum með fjóra menn sem áttu að vera 100% í þessu: cbz, sunman, hare og josh. Við hugsuðum þetta vel um þetta. Öllum líkar vel við Volcano, og allt leit út fyrir að við myndum hafa einn spilara sem byggi ekki nálægt okkur. Með hans reynslu og hvað við höfum þekkst lengi, virtist það vera góð ákvörðun. Svo áttuðum við okkur á því að hann myndi þurfa pening þar sem hann er að fara í fyrsta ár í háskóla og við hefðum ekki nóg til að hjálpa honum jafn mikið og 3D gæti. Við óskum honum góðs gengis með 3D og hann verður alltaf okkar tsg`volcano!
GotFrag.com: Eruði búnir að áætla að senda þetta nýja lið á WCG? Ef svo er, hvenær byrja æfingar, og hvernig verður þeim háttað?
United [5] * cbz: WCG verður fyrsta mótið okkar sem lið. Við munum mæta á Dayton, Ohio forkeppnina í seinni part Ágúst til að reyna að ná inná USA úrslita LANið í Los Angeles. Sumir meðlimanna hafa haft í fullu fangi með harmleika sem hafa gerst, svo hvenær við byrjum æfingar er enn óákveðið.
GotFrag.com: Eftir svona frábær úrslit hjá TSG á ESWC USA og Heims úrslita mótunum, og einnig góð úrslit hjá u5 á EverLAN, voru einhverjir bakþankar eða efasemdir um sameiningu?
United [5] * cbz: Tja, þegar við höfðum talað við Hare um þetta, sögðum við áður en mótin hófust að við myndum gera þetta sama hvernig mótin færu. Þannig að svarið við spurningunni er nei.
Tekið af www.gotfrag.com og þýtt af Sigurði fokkin R.
Beinn linkur á greinina á ensku: http://www.gotfrag.com/cs/news/2459/
Sigurður Helgason