En hvað er CS: Source?. CS: Source er counter-strike í Half-Life 2 vélinni (er samt ekki counter-strike 2).
Hægt verður að fá cs: source með öllum versionunum af hl2, líka verður hægt að fá cs: source sér.
Munurinn á CS 1.6 og CS: Source.
1. Borðin(möppin)
Búið er að uppfæra eins og er Dust, Dust II, Italy, Havana, Aztec, Piranesi, Cbble, Chateau, and Office. Bætt verður fleirri klassíkum möppum seinna, og síðan er einn af möppurunum hjá VALVe (Ido Magal) að gera prufuborð sem að er bara inní húsi. Fleirri ný borð koma auðvitað líka.
Í borðunum í cs: source mun maður sjá meira af bakrunninum og t.d. gamla bíla og mun heyra þyrlu fljúga yfir og fugla syngja og með Source vélinni hægt að færa borð,stóla,tunnur,flöskur,ávexti o.fl. og í Aztec verður rigning og gólf sem að glampar svolítið í (sem að er líka í fleirri borðum). Kæmi ekki á óvart að maður myndi sjá í aztec og dust2 að einhver myndi láta tunnur renna niður brekkuna til að ct'inn nái frekar ekki að defusa þegar væri planta :P
2. Modelin
Player modelin eru núna liðugri (ábyggilega rétta orðið) og með fleirri hreyfingar, t.d. ef að maður deyr í brekku er líklegt að líkið renni nokkrar tröppur niður. Gert verður Player modelin og weapon modelin alveg uppá nýtt og bætt við pínu hreyfingum og HE grenade er orðinn frag grenade.
[ATH! hægt er að gera models með hl2 vélinni með forriti sem heitir HL2 XSI EXP, sem að Softimage gaf út]
3. Ný breyting með Flashbang
Flashbangið verður aðeins öflugri í cs: source eða þetta er nú frekar aðalega bara smá breyting, þegar maður flashast sér maður ekki bara hvítan skjá (:P) heldur sér maður allt kyrrt af því sem maður sá á alveg sama tíma og maður flashaðist. Smá breyting með frag grenade er að maður heyrir svona smá ring ef að grensan lendir hliðina á manni.
4. Skjöldurinn og CS: Source
Ég segi með gleði að það verður enginn skjöldur í CS: Source, virðast samt ætla að sjá til hvort að gera aðeins örðvísi skjöld seinna.
Held að sé ekki meir sem að man, ef að gleymdi einhverju set ég það seinna hérna :P
kv.
ha$te|-J0h4nn3s-
•