Núna um helgina fóru fram ESWC qualifierar í þrem stórum löndum, Bandaríkjunum, Englandi og Svíþjóð, og fleiri löndum víst ég bæti því inn jafnóðum.
Bandaríski Qualifierinn
Í Bandaríkjunum var töluvert um óvænt úrslit, 3D og u5 hafði verið spáð bestu gengi en annað kom í ljós.
Lið sem að höfðu unnið pre-qualifiers víðsvegar um bandaríkin og þar með unnið sér inn þáttökurétt á úrslitamótinu voru:
3D
united5
NoA
TSG
TEC
Rival
Formula1
CaribOne
Flestir ættu að kannast við öll liðin þarna en megnið af þeim er í CAL-Invite um þessar stundir, og NoA lentu í öðru sæti á CPL nú síðast í Desember. Flestir höfðu trú á að 3D, u5 eða NoA myndu sigra þetta og vera í úrslitum.
Hinsvegar endaði NoA á að vinna TSG í úrslitum mótsins, eftir að TSG hafði unnið fyrra mappið.
Fyrri úrslitaleikur:
TSG 16 - 13 NoA
Seinni Úrslitaleikur
NoA 13 > 10 TSG
TSG þurfti að vinna NoA tvisvar vegna þess að NoA hafði unnið TSG áður í mótinu og slegið þá niður í Losers Bracket.
Sæti:
1. NoA
2. TSG
3. Rival
4. u5
5-6. 3D
5-6. TEC
7-8. Formula1
7-8. CaribOne
Sænski Qualifierinn
Í Svíþjóð fór einnig fram ESWC qualifier en pre-qualifier hafði verið í gegnum netið undanfarnar vikur. Flestir bjuggust við því að SK, EYE og SpiXel myndu vera í toppbaráttunni og sú var raunin að mestu leiti. Það helsta sem kom á óvart var að EYE voru ekki nærri því sterkir og flestir bjuggust við og voru slegnir niður fyrsta af SpiXel og svo endanlega út af mótinu af Ownage.
SK fór ósigrað í gegnum mótið og mætti SpiXel í úrslitum.
Úrslitaleikur:
SK.swe 13 > 8 SpiXel
Sæti:
1. SK.swe
2. spiXel
3. Ownage
4. EYE
5-6. caYa
5-6. Team Gamers.nu
7-8. Turtle
7-8. Begrip
9-12. Clan VIC
9-12. Team Uppsala
9-12. e-star
9-12. Gameness
13-16. CRAPOFFLINE
13-16. loserz
13-16. dot.spot
13-16. VxO
Enski Qualifierinn
Það var einnig ESWC úrslitakeppni í Englandi um helgina , og voru aðal liðin sem fólk bjóst við miklu frá 4K og TAG.
Hinsvegar fór ekki allt á besta veg fyrir TAG og töpuðu þeir fyrir G2XS snemma í mótinu , og svo aftur í Losers Bracket. =WOLF= (Fyrrverandi ONE og c4u menn) vann 4K í úrslitum Winnersbracket 13-11.
Í úrslitum mættust =WOLF= og 4K en 4K vann G2XS í úrslitum losersbracket.
Úrslitaleikur:
=WOLF= 13 > 8 4K
Sæti:
1. =WOLF=
2. 4K
3. G2XS
4. TAG
5-6. 2s2p
5-6. remOte.uk
Danski Qualifierinn
Danski qualifierinn var heldur smærri í smíðum en hinir sem voru haldnir um helgina og aðeins 4 lið komust í loka úrslitin en 64 lið höfðu keppt uppá að komast þangað. Flestir spáðu The Titans sigri, og reyndist það rétt þeir voru töluvert sterkari en andstæðingar þeirra.
Úrslitaleikur:
The Titans 13 - 3 elite Danes
Sæti:
1. The Titans
2. Elite Danes
3. temporary!
4. GameLaunch
-
Þetta þýðir að eftirtalin lið hafa unnið sér inn þáttökurétt á ESWC og við munum væntanlega sjá þau keppa þar í Sumar:
Adrenaline Sigurvegarar síðasta ESWC fá sjálfkrafa boð á næsta mót, Adrenaline / team9 vann síðasta mótið.
SK.Swe
SpiXel
Ownage
NoA
TSG
=WOLF=
The Titans
Innskot: Já ég er ekki bannaður lengUR! Takk fyrir það! Skjálftaverðlaun 2 | 2004 koma í þessari viku.