ElemenT - seldur til NoA Ola “ElemenT” Moum er kominn yfir til NoA. SK og NoA hafa átt í löngum samningaviðræðum um að ElemenT skipti um lið, en hann var samningsbundinn SK fram til Október 2004. Ekki var getið hversu mikið NoA borgaði SK fyrir hann.

Hérna er þýðing af hvað SK, NoA og ElemenT höfðu að segja um málið:
<hr>
SK:
Í fyrsta skipti í sögu eSport hefur leikmaður verið keyptur frá einu liði til annars. Við unnum með öllum viðkomandi aðilum til að komast að ásættanlegri lausn fyrir alla. Þar sem þetta voru fyrstu leikmannakaup í eSport þurfti að takast á við þetta af fagmennsku, sem gerði það að verkum að við gátum skrifað undir samninga í síðustu viku. Við hlökkum til að spila við Ola og nýja liðið hans í næstu mótum og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.

<hr>
Element:
Ég er núna komin til NoA því að ég vildi fá eitthvað nýtt að glíma við. Mér líkar vel að búa í öðrum löndum en mínu heimalandi og kynnast öðrum menningum. Mér finnst ég vera kominn heim, og í þokkabót í góðra vina hópi. Ég er mjög ánægður að þetta hafi gengið.

<hr>
NoA:
Við pössuðum allir upp á að þessi skipti hjá Ola myndi ekki brjóta samning hans við SK, og tókst það með því að taka fagmannlega á þessi máli. Ola vildi koma til okkar, og með því höfum við styrkt hóp okkar mikið, þar sem Ola er heimsklassa leikmaður. Við höfum alltaf gert eins mikið og við gátum í að gera eSport fagmannlegra, og með því að vera fyrsta liðið sem kaupir leikmann erum við að taka skref í rétta átt og gefa gott dæmi um hvernig eSport á eftir að verða. Næsta verk NoA verður að koma öllum leikmönnum til Kaliforníu (USA) þar sem þeir eiga eftir að búa saman í 2 mánuði við undirbúning fyrir næstu mót.

<hr>

Lineup NoA:
Knoxville (Noregur)
ShaGuar (Kanada)
Method (Bandaríkin)
Naikon (Noregur)
Destructo (Bandaríkin)
ElemenT (Noregur)

Lineup SK.swe:

Ahl (Svíþjóð)
Fisker (Svíþjóð)
Potti (Svíþjóð)
Heaton (Svíþjóð)
Spawn (Svíþjóð)

<hr>
Linkar:

<a href="http://www.schroet.com“>SK</a>
<a href=”http://www.teamnoa.net">NoA</a