eSport.is prófíll / Above-All Sumarliði Ég hitti á Sumarliða nú fyrir stuttu og spjallaði við hann.

Væriru til í að segja lesendum örlítið frá þér

Ég heiti Tómas Þór Þórðarson en flestir þekkja mig sem Sumarlidi eða SuMz. Ég er búinn að spila CS frá des 2001 með clönum sem og SBL,DON og e:#, núna er ég í Above All sem ég stofnaði ásamt tr8r, HeMan og fleirum.

Smá info um tölvubúnað, mottu og þess háttar?

Ég er á 2.66p4 örgjörva með 1024 í DDR vinnsluminni og gf4 ti 4200 skjákort. Svo nota ég ms3.0 mús, mottu frá vini mínum fatal1ty og Sennheiser HD590 headphone sem var stolið á skjálfta en ég fékk aftur :)

Svo við snúum okkur að Skjálfta, hvað fannst þér um úrslitin og varstu sáttur með 4. sætið?

Við lentum náttúrlega í þessum fína riðli með b-liðum Drake og diG ásamt Hate þannig það fór ekki á milli mála að við færum í bracketinn með ansi lágt score. Svo fengu Drake á sig þetta fína forfeit vs Adios þannig við mættum þeim kannski fullsnemma og þurftum að spila næstum allan loosers bracketinn. Rústuðum reyndar þeim bracket og áttum svo rosalegan leik vs ice sem vi áttum alveg jafn skilið að vinna en þeir höfðu heillardísirnar með sér í endan og unnu leikinn. Í úrslitunum bjóst ég við bara 13-2 fyrir Drake miða við hvernig þeir voru að spila og ice voru að spila en ice komu inn nýtt lið í úrslitaleikinn og sýndu mikinn styrk og létu Óla og Vigga vinna vel fyrir sínum fyrsta skjálfta titli. Yirhöfuð vorum við mjög sáttirvið okkar árangur. Töpuðum rétt svo fyrir báðum liðunum sem komust í finals og vorum búnir að vinna 3ja sætis lið Drake-B áður á mótinu, þannig jú bara frekar sáttur

Núna þegar Ice hætti fenguði entex og cyrus yfir til ykkar, þeir munu eflaust styrkja liðið en helduru að spilunarstíllinn hjá ykkur muni breytast eitthvað?

Eins og ég sagði í viðtalinu við WarDrake á drake síðunni þá reynum við yfirhöfuð að spila frekar hratt og þeir passa bara mjög vel inn í þann stíl. Svo eru þeir líka bara skemmtilegir drengir og þar sem það er alltaf svo gaman hjá okkur þá er þetta bara mjög jákvætt.

Þið eruð í erlendri deild er það ekki?

Jú við tókum yfir CAL-im sæti GEGT1337. Stefnum á að vinna þá deild og vonandi komast beint í premier.

Hvernig standiði í þeirri deild?

Playoffs eru að byrja og erum við næst hæst seedaða liðið þar inn og því fengum við BYE inn í 16. liða úrslitin en þau eru á fimmtudaginn. Vorum Season10 omega division Champs og unnum okkar riðil



Stendur til að fara á erlend mót?

Ef það býðst tækifæri, hvort sem það er qualifier hérna eða einhvað bara þá verður stefnt á það held ég alveg örugglega já.

Svo er það landsliðið. Hvernig er hugurinn í mönnum fyrir leikinn gegn Noreg?

Það er bara góð stemning. Kominn tími til að vinna þessa kappa.

Gangi ykkur vel í þeim leik og hinum leikjunum sem á eftir fylgja.

Einhver lokaorð?

Bara shoutout til SBL og endilega idle-ið á #team-iceland. ESL verður keppnin þar sem við sýnum öllum að Ísland eru ansi klárir kánter kappar.
Julian: Wanna go have a few drinks and smoke a joint Bubbles?