Skjálftaverðlaun 1  2004 Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert, allaveganna að minni vitund en ég ákvað að taka mig til og gera svona Skjálfta Awards og vonandi mun þetta lifa áfram yfir næstu Skjálfta, þetta fór fram með atkvæðagreiðslu þarsem að ég valdi 10 vitra menn(ásamt mér sjálfum) af handahófi, hér er útkoman!

MVP – Most Valuable Player – sterkasti leikmaðurinn:
blibb
Ingólfur “blibb” Pálsson , lykilmaður í velgengni Drake á CPL og í sigri þeirra á Skjálfta 1 | 2004, hann stóð sig vel í öllum leikjum og á stórann hlut í stöðugleika Drake. Einnig er hann fær um að geta unnið ótrúlegustu stöður, sem sást einna best í úrstlitaleiknum gegn Ice í inferno.
Þeir sem voru nálægt því að verða MVP: Cyrus(3) , Some0ne(3), zombie (1)


MVP Besta einstaklingsframtakið:
Cyrus
Ragnar “Cyrus” Holgeirsson var það sem fleytti ice.cs í gegnum þennan Skjálfta, hann sigraði nánast í hvaða stöðu sem er og vann endalaus 1vs2 eða 1vs3 og oftar en ekki á mjög mikilvægum tíma, eitt eftirminnilegasta atriðið var gegn Drake-B í úrslitum Losers Bracket, en þá vann Cyrus einn á þrjá og vann leikinn nánast fyrir Ice.
Þeir sem voru nálægt því að eiga Besta einstaklingsframtakið: blibb(1)


Spútnik liðið:
Supertroopers2000 (ST2K)
Supertroopers2000, þeir voru ekki álitnir merkilegur pappír fram að Skjálfta, þeir voru ágætir já en enginn bjóst við neinu af þeim. Þeir komu hinsvegar heldur betur á óvart , tvísigruðu KoTr(sjá neðar) og enduðu í 5-6 sæti ásamt Adios. Því miður er þetta “vinaklan” ekki á leiðinni á næsta Skjálfta því að framherjarnir traxx og andri eru búnir að ganga í raðir WanteD.
Þau lið sem voru nálægt því aða vera Spútnikkarar: Adios(2)

Vonbrigði mótsins:
KoTr
Þessir dáðadrengir voru búnir að lofa ýmsu fyrir Skjálfta, þeir ætluðu sko að sanna og sýna í eitt skipti fyrir öll að það væri meira bakvið þá en configginn og internetið, en því miður þá gekk ekkert hjá þeim og því eru þeir ennþá ekki búnir að sanna sig almennilega, hinsvegar var gífurleg pressa á þeim að standa sig sem að ég held að hafi aðstoðað við slæmt gengi.
Þau lið sem voru nálægt því að vera Vonbrigði mótsins: diG (2) , BumZ(1)


Stjörnuliðið:
Cyrus, blibb, Some0ne, zombie, entex
Þetta er “Stjörnuliðið” kosið af þessum 11 vitru mönnum, þeir þóttu bera af í sínu liði og á Skjálfta í heild.
Þeir kappar sem voru næstum í Stjörnuliðinu: knifah(3) , traxx(3) , shayan (2) , v1rtual (2), jam(2) , TurboDrake og ZeroXool