Ég náði í Sharp þar sem hann var djúpt sokkinn í tafl við róna á hlemmi , en hann stundar þá iðju víst til að afla sér auka fjár með spilamennskunni.
dummies inGame
Meðlimir:
-CerebuZ
Reynslubolti úr Drake sem hefur verið á smá flakki eftir að hann flúði æskuheimilið, fór í wM og færði sig nýlega yfir í diG og mun koma þeim að ágætis gagni, sérstaklega með “hrabbastratti”
-Gemini
Hann er gamall, og hljómar eins og maður sem hefur sötrað viskí og reykt kúbuvindla síðan hann var 7 ára, en bakvið þetta dularfulla yfirborð er fínasti spilari sem hefur verið í stórklönum sem og [-ESF-],SiC og Drake með engum öðrum en yours truly, Ólaf.
-Hunt3r
Veit því miður ekkert alltof mikið um þennan mann, annað en að hann var í [.klipa.] á sínum uppvaxtar árum, og fékk síðan tækifæri í diG fyrir forðum og er snúin aftur eftir smá fjarveru,
hann leynir á sér þessi, þótt að hann sé stundum sérstakur.
-IBIZA/RuNNi
Heimasíðu maestro og ágætis CS spilari þegar hann nennir, á að baki ágætis klansögu, SBL(aðégheld),DON,[DON],don., og já, [DON] var ég búinn að segja DON? ;)
-Rocco$
Virkilega gamall í hettunni, hann var að spila á CPL í Hollandi þegar að ég var að stíga barnaskrefin mín í þessum harða heimi, hann á að baki glæsta sögu með [.Hate.] og [.Love.] þarsem að hann vann skjálfta á sínum tíma, ekki má vanmeta hann og hann er hörkuspilari þótt að eigið sjálf verði stundum fyrir í vegi.
-Rodriguez
Flestir líta á hann sem góðann spilara, hann hefur verið laumu-gaurinn í [.Love.] og diG, og hann er töluvert betri en flestir halda og þegar hann er uppá sitt besta þá er myndi ég ekki vilja að mæta honum í dimmu húsasundi, í cs og utan.
-senzl3ss
Næst nýjasta viðbótin í diG, en eftir brotthvarf manna vegna ýmsa ástæðna, þá þurfti diG að bæta í leikmannahópinn og styrkja hann frekar, þeir fundu það í senzl3ss sem hefur ekki látið mikið á sér bera en þarna leynist feiknagóður spilari, sem einnig þekkist sem freyja. Ég fæ mér ekki fært að telja klönin sem drengurinn hefur flakkað á milli, en hæst ber að nefna mod|- og fleiri góð.
-Sharp
Enn einn “laumu” gaurinn í diG, en það fór að bera meira og meira á honum eftir að diG var stofnað, en fyrir þann tíma þá hafði hann aldrei verið í sviðsljósinu sem góður spilari en eftir að diG lenti í öðru sæti á skjálfta breyttist álit fólks á honum og er hann í flokki betri spilara hér á landi. Hann á baki feril í [.Love.] og GGRN ásamt fornfræga liðinu ds.
-$noopy
Enn einn fyrrum [.Love.] maðurinn í diG sem átti þátt í glæstum Skjálftasigri Love á sínum tíma hefur farið milli liða eftir það eins og þurr tuska og en fann loksins sanna heimilið sitt hérna með
gömlu félögunum úr Love, hann er flinkur andskoti og má búast við honum í liði diG á næsta skjálfta.
-Trasgress
Nýjasta viðbótin í liðið, tekinn úr WanteD sem slógu í gegn á skjálfta en virðast hafa verið að missa alla gullgripina sína í hendur “stóru” liðanna. Trasgress á að baki dularfulla sögu sem var farið örlítið yfir í umfjöllun minni á Wanted, en hann er virkilega góður leikmaður og verður diG góð liðsbót.
-YvrieN
Kanaskratti sem að gekk í raðir diG vegna ástæðna sem eru mér óljósar, en þrátt fyrir það er þetta fínasti spilari sem á sér að baki lið eins og Dark|Side og fleiri góð, hann kemur þeim lítið að gagni hérlendis en hann er þeim fínasti liðstyrkur úti í CAL.
-Amon
Aðal töffarinn, Amon sem að var stofnandi þessa liðs og er ef svo má að orði komast “pabbinn” í diG, hann heldur liðinu saman og er yfir því í flesta staði, en hann hefur ekki spilað mikið
í langann tíma og er því ekki mikil hjálp í honum á því sviði, en er samt sem áður lykilmaður í liðinu.
Saga diG:
diG var stofnað af 8 liðsmönnum [.Love.] og Puppy sem hafði áður verið í Love, en kom frá SiC sem hafði lagt upp laupa sína þá nýlega.
Liðið lagði áherslu á það að koma vel fram og að standa sig vel í öllum keppnum sem að það tæki sér fyrir, þeir byrjuðu vel,
lentu í 3 sæti á LanSeturs Invite móti sem var haldið í desember 2002, og lentu svo í öðru sæti á skjálfta 1 2003 mörgum að óvörum.
Eftir það fékk liðið inn fullt af leikmönnum sem að virtust styrkja liðið, en annað kom í ljós á Skjálfta 2 þarsem að liðið lenti í
fimmta sæti með einstaklega slakri frammistöðu. Eftir það lenti liðið í lægð og lítið fór fyrir því, en þeir hafa sífellt verið að styrkja liðið
og komust nýlega í CAL-Premier sem er næst besta deild CAL og stefnir allt uppávið hjá liðinu.
Viðtal við Sharp úr diG
-Viltu vera svo vænn að segja lesendum frá þér?
Skarphéðinn Grétarsson, 19 ára karlmenni úr breiðholtinu, hef spilað cs í 3 ár rúm… man ekki alveg hvað abeta
-Hvað er uppáhalds byssan þín og hvaða upplausn, Músamottu, Mús , sensitivity og headphone notar þú ?
Ég spila í 800x600 og nota colt og ak mest. Er með ms 3.0 og dkt pad með 1.3 í sens 1 fyrir neðan miðju og á sennheiser hd590
-Hvernig tölvu ertu á?
Var að fjárfesta í intel p4 2.8, abit ic7-max3 móbó 512mb kingston 400mhz dual og gamla góða geforce 4 ti4200.
-Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér ? hvað eyðiru mörgum tímum í CS ?
Vakna yfirleitt þegar að ég nenni… eftir hádegi oftast. Svo líður dagurinn og ég fer að sofa um 6 um morgun og veit ekkert hvað ég gerði við daginn.
Eyði um það bil 4-7 tímum á dag í cs,stundum er ég að vinna og þá vakna ég 9 vinn til 7 og cs til svona 2 um nótt.
-Hvað finnst þér um nýju byssurnar og skjöldinn í 1.6 ?
Nota það eiginlega ekkert en byssurnar eru fínar fyrir þá sem að vilja nota þær en ég geri það yfirleitt ekki. Skjöldurinn er náttúrulega út í hött.
-Hvernig líst þér á nýju breytingarnar á peningakerfinu í Counter-Strike ?
Algjör snilld. Aukinn hraði í leikinn sem að gerir hann skemmtilegri, bæði til að spila og að horfa á. Vonandi að þessi breyting rífi leikinn aðeins upp.
-Þið hafið verið að bæta inn nokkrum leikmönnum, segðu okkur aðeins frá þeim og afhverju þið tókuð þá inn?
Tókum inn cerebuz, senzl3ss og trasgress. Þetta eru svona hittnari menn sem að við sáum eftir síðasta skjálfta að vantaði í liðið,
þeir hafa bætt okkur mikið og ég er mjög bjartsýnn fyrir næsta skjálfta.
-Hversu mikið hafiði æft fyrir skjálfta/og eða fyrirhugið að æfa ykkur,og hversu mikið spilið þið saman svona dags daglega?
Við tökum vikulan fyrir Skjálfta og ættum að koma ágætir útúr því. Svo munum við æfa stíft 2 vikur amk fyrir. Eins og er erum við að spila frá svona 6 á daginn til svona 3 á nóttunni.
-Hvað er næst á döfinni og hverjar eru framtíðar áætlanir hjá diG?
Erum að fara að undirbúa okkur undir skjálfta og svo CAL-P en næsti leikur er á sunnudag á mót one track mindz í de_nuke.
WISH US LUCK! Svo vonandi vinnum við skjálfta og förum á cpl, vinnum það og náum okkur í playboy gellur. En við verðum að bíða og sjá.
-Ef þú værir fastur á eyðieyju með hvaða manneskju og hvaða 2 hluti myndiru helst vilja vera með?
Vaselin og nóg af klósett pappír. Tæki einhvern apa í stað manneskju.
-Einhver lokaorð ?
Þakka styrktaraðila okkar sem að er enginn þannig að nei ég hef engin lokaorð.