Heimavarnarliðið og afgangur innrásarinnar Hérna er svona létt framhald fyrri greinarinnar minnar, fór yfir fleiri lið sem eru skráð á CXG þannig að þið getið fræðst örlítið um þau ef þið ekki þegar vissuð.


Heimavarnarliðið

Team 3D(Bandaríkin) - 3D |
Leikmenn:Ksharp,Rambo,Bullseye,Moto,Steel,Boms

Stolt Bandaríkjanna, 3D er án efa eitt stærsta og frægasta lið heimsins, sennilega á eftir SK. Þeir hafa verið í smá niðurleið síðan að þeir unnu Winter CPL 2002 og hafa ekki unnið neitt stórmót síðan þá og velta margir fyrir sér hvort að áhuginn sé farinn hjá þeim. Hinsvegar búa 3D yfir gífurlegum hæfileikum og ef þeir leggja sig allir í keppnina þá held ég að þeir geti náð topp5, jafnvel hærra ef lukkudísirnar eru með þeim.

Spá Some0ne: topp16
Spilarar til að fylgjast með: Steel og Boms


Rival (Bandaríkin) - Rival |
Leikmenn: rx31,McDermott,cripple,Jaden,Revenge(lánsmaður frá RDW),exile

Rival hafa aldrei staðið sig virkilega vel á CPL, en besta sem þeir hafa náð er 17-24, þrátt fyrir að hafa oft unnið lön rétt fyrir CPL og margir haldið að þeir væru helsta von Bandaríkjanna á CPL, en oftar en ekki klikkar allt hjá þeim og þeir ná ekki eins hátt og þeir vildu.
Þeir fara á CXG með lánsmann frá RDW því að Icesalmon ákvað að fara með inevitable Fate nýju stjörnu-liði Fatal1ty.

Spá Some0ne: topp32
Spilarar til að fylgjast með: cripple & Revenge


The Stomping Grounds (Bandaríkin - tsg.
Leikmenn:Sunman,patyojon,cbz,dominator,hare

TSG unnu CAL-invite season 9 en gerðu enga sérstaka hluti á CPL Winter 2003 og voru slegnir út af engum öðrum en Drake þar. Þeir hafa aldrei átt neitt sérstaklega góða LAN sögu og ég býst ekki við miklu frá þeim núna sérstaklega þarsem að þeir eru með tvo lánsmenn, Patyojon(frá SYB að ég held) og Hare úr United5.
Þeir munu standa í flestum liðum en stærri liðin eiga eftir að vinna þá auðveldlega.

Spá Some0ne: topp24
Spilarar til að fylgjast með: Hare og Dominator

TEC (Bandaríkin) - TEC|
Leikmenn:Gouki,Kwake,Dorsey,Wicked,elude

Annað topp bandarískt lið, en þeir hafa farið í gegnum ýmsar breytingar á undanförnu ári og áttu sitt besta CPL núna í desember, þrátt fyrir að vera með minna af “stjörnum” en oft áður.
Þeir eru með ágætis samspil og verða í topp baráttunni svona í byrjun en detta líklegast út áður en að verður farið að keppa um alvöru upphæðir.

Spá Some0ne: topp32
Spilarar til að fylgjast með: Elude og Kwake

inevitable fate (Bandaríkin) - iFate~
Leikmenn:Fatal1ty,icesalmon,destrukt,pointblank,amic

Töfralið Fatal1ty sem að hann bjó til eftir að hann hætti í Forsaken.
Hann fékk með sér ýmsa fræga menn, icesalmon frá Rival og dkt sem að átti sorglegann CPL með e7 en eins og allir íslendingar muna eftir var hann eygnaður af Drake og sást fara af CPL snögglega með tárin í augunum. En hvað um það, Þetta lið mun ekki gera neitt sérstakt að mínu mati, að hefur of marga menn sem líta stórt á sig og því held ég að það muni vanta töluvert uppá teamplay hjá þeim, Hinsvegar gætu þeir togað sig áfram á góðu einstaklings skills þarsem að þeir eru allir færir um það að vera góðir fraggarar.

Spá Some0ne: Topp24
Spilarar til að fylgjast með: Fatal1ty og pointblank

Hin innrásarliðin


A-Losers.MSI (Þýskaland) - a-Losers.MSI |
Leikmenn: DonKamilo,Graphix,todi,DarkSun,#Bodo,Mys

Nýtt lið A-Losers eftir að þeir nánast misstu allt sitt lið í mousesports og annað.
Þeir hafa ekki verið að gera neina stóra hluti undanfarið og geri ég ekki miklar væntingar til þessa liðs ef þeir mæta á CXG.

Spá Some0ne: topp32
Spilarar til að fylgjast með: todi & DonKamilo


Team AMD Gamer (England) - TAG!
Leikmenn: Myers,ZaG,Shackleton,duck,TeppuM,bom,andeh

áður OMG! en fengu AMD nýlega sem styrktaraðila og nýtt nafn þarmeð. Þetta lið hefur verið helsti keppinautur 4K undanfarið ár í Englandi en hafa oftast ekki átt mikið í Four Kings og hafa ekki tekið þátt í neinum stórmótum hingað til.
Þeir gætu komið létt á óvart en annars held ég að þeir séu ekki að fara gera neinar gloríur.

Spá Some0ne: topp16
Spilarar til að fylgjast með: ZaG og duck



Clan Online (Svíþjóð) - Online.
Leikmenn: bengan,Jesse,StoneAge,Mikk,phyrre,Maza,ost

Enn eitt svíjaklanið sem mætir á CXG, þeir áttu ágætann CPL nú síðast en enduðu í topp24 að mig minnir. Annars er þetta ekkert sérstakt lið en þeir leyna á sér og þekkja vel inná samlanda sína, en samt sem áður held ég að þeir verði ekkert alltof sterkir.

Spá Some0ne: Topp24
Spilarar til að fylgjast með: bengan og phyrre




// NoA (Bandaríkin/Kanada/Noregur) - NoA |
Leikmenn: Shaguar,Naikon,Knoxville,Bsl, Method

Ofurhetjuliðið sem að sló í gegn á CPL, þeir spiluðu sig auðveldlega í gegnum mörg topplið á síðasta CPL, unnu Mousesports og Team64 bæði 13-2 til dæmis. Þessi kokteill af norðmönnum, kanadabúa og ameríkana virðist vera að virka þarsem að þeir allir einstaklega góðir leikmenn og undir stjórn bsl virðast þeir að vera gera góða hluti og nú mun reyna á þá hvort að þeir geti lent í topp sæti aftur.

Spá Some0ne: topp5
Spilarar til að fylgjast með: ShaGuar og Method


infinity-eSports (England) - i-eS |
Leikmenn: Luck1ng,dark0r,Dartagnan,sjgoves,torM,zaffe

Annað Enskt lið, sem eru ásamt OMG! helstu keppinautar 4K þar í landi en margir meðlimir i-eS eru einmitt fyrrverandi meðlimir Four Kings svo að þeir myndu eflaust njóta þess að sigra 4K ef tækifæri gefst. Eins og ég sagði áður þá eru þeir með marga fyrrum 4K meðlimi og þeir hafa reynslu af svona stórmótum og einnig er þeir ansi lunknir spilarar.

Spá Some0ne: topp16
Spilarar til að fylgjast með: Luck1ng og Dartagnan


Made in Brazil (Brasilía) - mibr |
Leikmenneduzin,Corassa,pava,pred,kiko

Prinsessusaga síðasta CPL , en flestir bjuggust ekki við miklu af mibr á síðasta CPL en þeir sýndu hvað í þeim bjó og náðu fimmta sæti. Þeir sigruðu 3D eftirminnilega og féllu leikmenn mibr í tár eftir að þeir sigruðu enda var þessi sigur þeim mikið mál eftir að 3D hafði unnið þá á tæknilegum mistökum á word cyber games fyrr á árinu.

Spá Some0ne: Topp8
Spilarar til að fylgjast með: Pava og eduzin

armaTeam.intel (Frakkland) - aT |
Leikmenn: maz0r,dim2k,MoMan,bisou,Rodhan

Franskt lið styrkt af Intel.
Þeir hafa nokkra fyrrverandi GoodGame meðlimi sem hafa reynslu af stórmótum en fyrir utan þá þá þekki ég ekki nógu vel inná leikmenn liðsins. Síðasta mót sem að þeir tóku þátt í var Intel Exhibition Match gegn 4K þarsem að Four kings sigruðu örugglega í 3 borðum og mér sýndist aT ekki geta neitt sérstaklega mikið. Þeir hafa þó nokkra hittna gaura þarna inn á milli en samt sem áður held ég að þeir geri ekki neitt frábært í þetta skiptið.

Spá Some0ne: topp16
Spilarar til að fylgjast með: dim2k og bisou


Good Game (Frakkland) - GG## |
Leikmenn: latOr,Baldours,Incolas,-=Sni][peR=-,HaRts,MaYerZ

Annað Franskt lið sem að flestir kannast við sem hafa fylgst með CS úti í heimi síðastliðið ár.
Þeir hafa breytt leikmanna hópnum sínum örlítið og ferskt blóð komið inn í tilraun til þess að styrkja liðið. Ég man ekki eftir nýlegu móti þarsem að þetta lið spilaði á með þennan leikmannahóp en það verður forvitnilegt hvernig þeim vegnar ásamt samlöndum sínum aT.

Spá Some0ne: topp16
Spilarar til að fylgjast með: latOr og -=Sni][peR=-

Clan V.i.C [ATI] (Svíþjóð) - V.i.C |
Leikmenn: wessman,soft,vintan,erra,boonkiat

V.i.C voru einnig á CPL og rétt töpuðu fyrir SK að mig minnir en duttu síðan út gegn Evil Geniuses. Þeir eiga sína leiki en eru ekki nógu stabílir, þeir fengu nýlega styrk frá ATI sem gerir þeim kleift að mæta á CXG. Þeir gætu komið á óvart.

Spá Some0ne: Topp24
Spilarar til að fylgjast með: Vintan og soft