Innrás evrópskra liða á CXG Hér er létt grein um evrópsku liðin sem eru nú að fara á CyberXGames mótið sem byrjar í dag.

Stóru liðin

Schroet Kommando (Svíþjóð) – SK.swe - Schroet.com
Leikmenn: ahl, element, fisker, heaton, potti & spawn

Allir þekkja SK. Þeir eru besta lið Svíþjóðar, land sem virðist eiga endalaust af sterkum leikmönnum. Lið SK í dag er án efa sigursælasta CS lið sögunnar og hafa náð að sigra nánast öll stórmót sem hafa verið haldin síðastliðið ár, bæði CPL Summer og Winter, World Cyber Games ásamt hinum ýmsu evrópsku mótum. Það virðast fá lið geta staðið vel í þeim enda er þetta vandlega byggt lið sem hefur ótrúlega þekkingu á CS og eru með ótrúlega góða samspilun. Nýlega bættist SpawN í leikmanna hópinn þeirra og veltu margir fyrir sér hvort að einhver væri að detta útúr liðinu, en svo er ekki heldur ætla SK að vera með róteitandi 6 manna hóp sem þýðir aðeins að þeir verða sterkari í öllum borðum.
Að búast við einhverju minna en fyrsta sæti af SK væri ólíklegt, ef maður lítur aftur yfir síðastliðnar keppnir þá hafa þeir ekki mætt mikilli mótstöðu í andstæðungum sínum.

Spá Some0ne: Fyrsta sæti
Spilarar til að fylgjast með: allir?

Mousesports (Þýskaland) – mouz - mousesports.com
Leikmenn: blizzard, gore, johnny r., neo & roman.

Þjóðarstolt Þýskalands, mousesports hafa í gegnum tíðina sýnt það og sannað að þeir eru heimsklassa lið sem ekki ætti að vanmeta.
Þeir hafa lent í topp3 í nánast hverri einustu keppni sem þeir hafa tekið þátt í undanfarið, CPL Kaupmannahöfn og CPL Winter 2003 ásamt hinum ýmsu net-deildum. Leikmenn liðsins eru allir frægir sem einstaklingar fyrir stórkostlega hittni en það er ekki allt, mouz eru einnig með stórkostlegt teamplay sem veldur því að þeir ná oftar en ekki að snú leikjum sér í vil ef ílla gekk í byrjun. Þessir kostir liðsins ásamt stóískri ró þeirra í keppnisleikjum mun valda því að þeir munu án efa vera í toppbaráttunni á CyberXGames.

Spá Some0ne: Þriðja sæti
Spilarar til að fylgjast með: Johnny R og blizzard

Team.AMD64 (Svíþjóð) – 64amd - Team64.de
Leikmenn: Archie, crw, GuDen, hyper & vilden.

Sænska liðið sem áður var þekkt sem gmpo.amd hafa staðið sig vel á undanförnum LAN mótum. Með góðann leikmannahóp sem hefur mikla reynslu og eru allir með þeim betri í heiminum ástamt því að vera með mjög gott teamplay, þeir spiluðu sig beint í úrslit CPL í Kaupmannahöfn þarsem að þeir töpuðu fyrir SK. Næsta mót sem þeir tóku þátt í var CPL Winter 2003 þarsem að þeir lentu í sjötta sæti sem má rekja til þess að AMD klikkaði á því að senda þeim æfingartölvur fyrir keppnina sem hafði áhrif á hversu mikið þeir gátu æft sig.
Búast má við því að þeir verði í toppbaráttunni enda er þetta eina liðið sem hefur unnið SK á lani í langann tíma.

Spá Some0ne: Annað sæti
Spilarar til að fylgjast með: hyper og crw


/ Four Kings (England/Svíþjóð) – 4K^ - four-kings.com
Leikmenn: Andersen, Harriman, Hartman, Mangiacapra & Migotti.

Með nýju liði sem samanstendur af þekktum Svíjum og bestu leikmönnum Englands þá væri það vitlaust að halda að Four Kings séu ekki að fara gera góða hluti á cXg. Andersen einnig þekktur sem Snajdan kom til 4K frá xP.se ekki fyrir svo löngu ásamt svíjanum Hartman frá caffice, þeir eru góðir leikmenn en spurning er hvort að þeir nái að feta í fótspor síðustu útgáfu Four Kings sem svo eftirminnilega tapaði fyrir 3D í cpl_mill á sínum tíma. Maður veit ekki alveg við hverju á að búast frá þeim en þetta byrjunarlið hefur ekki haft langann tíma til að æfa sig, en þeir eru búnir að spila saman í sirka 2 mánuði.
4K hafa þó ýmisslegt uppí erminni og má búast við því að þeir geri einhverjar gloríur á CyberXGames.

Spá Some0ne: Fimmta sæti
Spilarar til að fylgjast með: Mangiacapra og Hartman


Team9 (Danmörk) – team9 - Team9.se
Leikmenn: bitch, jerry, nituz, nzaihn & spx.

Til að bæta liðið eftir að gengi þess hafði farið hraknandi síðan að þeir kepptu á World Cyber Games hefur team9 bætt við ekki einum heldur 2 nýjum leikmönnum í liðið. Afflictor frá SoA og nzaihn frá klaninu erratic styrkja liðið töluvert, og hefur liðið æft stíft í Nine Studios lansetrinu. Liðið sleppti að mæta á Winter CPL og þess í stað einbeittu sér að því að þjálfa liðið upp í það að ná toppsæti á CyberXGames. Team9 hafa sýnt áður að þeir geta keppt meðal þeirra bestu, þeir eru flinkir og leyna oft á sér þrátt fyrir að stundum sé ábótavant á ströttin hjá þeim.

Spá Some0ne: topp16
Spilarar til að fylgjast með: jerry


Adrenaline[GX] (Sænskir / Hafa búið í Bandaríkjunum vegna styrktaraðila) – Adren[GX] - engin vefsíða
Leikmenn: goodfella, brunk, vesslan, notorious, quick og xeqtr.

Þetta lið undir stjórn Vesslan er stór ógnun við hvaða lið sem er, jafnvel SK. Þið sem vitið ekki allt of mikið um þetta lið þá skal ég segja ykkur soldið, þeir eru alls ekki ánægðir með 4 sætið sem þeir náðu á CPL Winter, sem að flest lið myndu vera ágætlega ánægð með. Þetta lið er ný útgáfa liðsins sem var áður Team9.swe en með nýjum styrktaraðilum þá kom nýtt nafn og flutti liðið til Kaliforníu í Bandaríkjunum til að æfa sig ennfremur fyrir stórmótin sem voru að koma í Bandaríkjunum, en fyrir það hafði liðið verið mjög sterkt og meðal annars unnið ESWC og Clikarena í evrópu, en leikmannahópur liðsins breyttist töluvert við það að fara út til Bandaríkjanna en Lucchesse og Luciano duttu úr honum og inn komu Brunk, goodfella og Notorious og velta margir fyrir sér hvort að þetta hafi veikt eða styrkt liðið.
Þeir hafa án efa reynslu og hæfileika en það er spurning hvernig liðinu gengur, ef að liðið smellur saman verða þeir á toppnum.

Spá Some0ne: Fjórða sæti
Spilarar til að fylgjast með: quick og goodfella


Liðin sem gætu komið á óvart

The Titans (Danmörk) – The Titans - The-Titans.com
Leikmenn: arjon, eGene, eraz, kongkat & whimp.

Þeir gætu verið liðið sem kemur hvað mest á óvart á CyberXGames. Þeir eru þekktir í Evrópu fyrir að hafa staðið sig vel í hinum ýmsu netdeildum, meðal annars komust þeir í 4-liða úrslit EuroCup8 ósigraðir, en þeir hafa frekar litla reynslu af stórum LAN mótum. Þetta er vegna þess að þeir hafa ekki getað keppt á CPL mótum með þessum leikmannahóp því að CPL er með 17 ára aldurstakmark og whimp nær því marki ekki. Fyrsta LAN liðsins í langann tíma var cXg qualifier í Grikklandi en þar náðu þeir fyrsta sæti og unnu meðal annars nýtt lið xP.se. Annaðhvort ná þeir hátt eða gengur ílla, þeir eru góðir en óreyndir á svona stórmótum og því er erfitt að segja fyrir um hvernig þeim gengur á móti bestu liðum heims í fyrsta skipti á lani.
Ef þeir ná að spila sinn leik þá gætu þeir komið á óvart.

Spá Some0ne: 8 sæti
Spilarar til að fylgjast með: arjon og whimp


Destination Skyline (Finnland) – DSky - d-skyline.com
Leikmenn: alfa, coali, melvin, natu & tico.

Þetta lið var þekkt sem liquid ice þangað til að þeir voru innlimaðir af Destination Skyline samtökunum fyrir rúmlega mánuði, þetta lið hefur sannað sig í gegnum tíðina asem besta lið Finnlands og hafa gjörsamlega völtuðu yfir nánast öll Finnsk klön á Tilt-laninu sem var haldið í Finnlandi fyrir einum og hálfum mánuði. Þeir hafa æft sig stíft í gegnum hátíðirnar og ætla sér að gera stóra hluti á þessu móti. Með það í huga þá er góður möguleiki á því að þetta lið komi stóru liðunum á óvart.

Spá Some0ne: topp 16
Spilarar til að fylgjast með: tico og coali


Xperience.se (Svíþjóð) – xP.se – engin vefsíða
Leikmenn: Hyb, digital, Niree, dsn, iLight, MD

xP.se misstu leikmenn nýlega og þurftu því að finna sér staðgengla fyrir CyberXgames, það tók þá ekki langann tíma að finna gamla félaga frá dögum GoL í Hyb og diGital. Liðið mun spila undir merkjum nEophyte vegna þess að þau samtök ákváðu að styrkja liðið og senda það undir sínu nafni á CyberXGames. Það kom mörgum á óvart að þetta lið hafði ekki sigur á cXg qualifiernum í Grikklandi en miðað við það að þessi leikmannahópur hafði aðeins 3 vikur til að æfa sig saman upp að því móti kemur það ekki mjög á óvart og er skiljanlegt að teamplayið hjá þeim hafi ekki verið uppá sitt besta. Það fer eftir því hversu hart þeir hafa lagt að sér að æfa sig fyrir CyberXGames hversu vel þeim gengur, ef þeir hafa bætt samspilið sitt og þróað góð plön þá gætu þeir vel komið á óvart og náð góðu sæti

Spá Some0ne: topp16
Spilari til að fylgjast með: hyb og niree


—-
Breytt og íslenskað af Some0ne en upprunalega greinin er eftir Lars Jensen á Gotfrag.com