Dagurinn okkar byrjaði “snemma” , fórum á fætur klukkan 11 og fórum í sturtu og svona.
Fórum niður og hituðum okkur upp aðeins og síðan var það fyrsti leikur dagsins á móti Forsaken í de_train , Forsaken eiga að vera eitt besta lið Bandaríkjanna og þar fram eftir götum.
Við byrjuðum ílla sem terroristar, töpuðum fyrstu 4 roundunum en síðan fór allt í hvínandi botn og við fórum að raka inn killunum og fyrri helmingur endaði 7-5 fyrir okkur.
Síðan unnum við CT pistol roundið frekar örugglega og héldum að við værum komnir á græna grein, en við töpuðum síðan þriðja roundinu og síðan var leikurinn fram og til baka og við töpuðum í endann 13-11.
Við vorum nokkuð ósáttir eftir leikinn, því að við vorum að gera mistök sem að kostuðu okkur sigurinn en hvað um það þá vorum við ennþá nokkuð sigurvissir.
Síðan spiluðum við við unLeashed og tókum þá létt á CPL_mill, síðan var næsti leikur vs Echo7 sem að við höfum eldað grátt silfur með í gegnum tíðina, og einu sinni kallaði DKT blibb svindlara, og var staðfastur á því að golli svindlaði.
Við byrjuðum sem CT í cobble og unnum fyrsta roundið og héldum áfram að slátra e7 og enduðum með 9-3 fyrir okkur, besta atvikið að MrRed vann 1vs3.
Við byrjuðum terrorista hlutinn með rushi á A staðinn, náðum að komast inn og planta enn e7 stormuðu inná staðinn og náðu að drepa alla nema mig og WarDrake, ég var síðann drepinn en WarDrake náði að hoppa og skoppa og glocka 3 echo7 gæja og vann roundið á einstaklega hetjulegan hátt, og þá var öskrað ágætlega!
Eftir þetta gat ekkert stoppað okkur og við unnum næstu 3 round og unnum leikinn í heildina 13-3 sem var einstaklega sætur sigur.
Núna ætlum við bara uppá herbergi og slappa af en við vitum ekki alveg við hverja við spilum á morgun, en leikurinn verður klukkan 19.15/20.15 á íslenskum tíma að ég held, við lendum mögulega gegn Forsaken og þá ætlum við að endurgreiða þeim fyrri leikinn.
kveðja af CPL,
Óli
p.s
komnar myndir á íslenskt svæði með þökk til gaulza;
http://files.1337.is/~drake/