
Þeir skrifuðu undir samskonar samning fyrir rétt um ári síðan og virðist það hafa reynst báðum aðilum það vel að þeir ákváðu að halda áfram - þess má geta að með þessum samningum fá þeir mánaðarlaun fyrir að spila og æfa Counter-Strike og fá þeir líka ferðakostnað á öll helstu mótin greiddan.
Það var einnig tilkynnt að Element sé í fríi þessa dagana og að SpawN, sem spilaði með SK.swe á WCG í síðasta mánuði, muni koma í hans stað á CPL Denmark mótinu en MurK.cs mun einmitt taka þátt í því móti og hópferð á vegum skjálfta verður farin til að styðja MurK'arana gegn þessu ofur svíja-liði.
CPL Denmark lið SK.swe er því þannig skipað:
HeatoN
Potti
ahl
fisker
SpawN