Jæja ég er víst kominn með “fréttaleyfi” hér svo að ég ætla að láta nokkrar fréttir flakka.

Brunk hættir í SK

Já þetta gerðist að ég held í gær (03.09.03). Brunk hætti í SK sem kom í raun ekki mörgum á óvart þar sem að hann spilaði ekki með á CPL þar sem að hann stóð sig víst ekki vel á eswc að þeirra sögn (Ég náði ekki að fylgjast með eswc).Einnig í viðtali sagði hann að hann væri ekki hættur í cs og væri ekki viss hvað hann ætlaði að gera. Sárt að sjá þennan mann fara fyrir alla SK lovers þar sem að hann var með þeim bestu í den í SK.

WCG lið hjá SK og Adrenaline

WCG lið eru komin á hreint hjá SK og Adrenaline!
SK
ahl
heaton
potti
fisker
spawn (ekki í SK, er enn í HLO)

Þar sem að þetta er WCG (verða allir að vera frá sama landi) tekur element ekki þátt.

Adrenaline (fyrrum Team9)
Vesslan
Lucchese
Goodfella
quick
xenon (ekki í Adrenaline, er í 4K)

Luciano er víst farinn að einbeita sér að námi og Xeqtr er ekki sænskur, þannig að þetta er lineuppið þeirra.

level verður team9

Já það vita væntanlega ekki margir af hverju Adrenaline heita ekki team9 lengur. Team9 er víst netcafé útí svíþjóð og eru hættir að styrkja þá. Level hinsvegar eru núna styrktir af þeim, var ég allavega að heyra og munu þá kalla sig núna team9 það sem eftir er (þangað til þeir eru ekki styrktir lengur).

Jæja þetta var ágætt fyrsta frétt og ég kem vonandi með fleiri síðar.

HeMan.
A winner never quits and a quitter never wins.