Mæli með því að allir kynni sér
þessar reglur, og að jafnvel verði settur tengill á þær í “Athugið!” kubbinn hér á forsíðunni.
1. Reglur þessar gilda um alla leikjamiðlara Símans internet, Skjalfti*.simnet.is, hvaða leiki sem þeir hýsa þá stundina.
2. Leikjaþjónarnir eru reknir af Símanum, fyrir sína viðskiptavini, en þó sem sem opin, valfrjáls þjónusta. Leikmenn sem nýta sér þessa þjóna eru bundnir af þessum reglum, og samþykkja með notkun þeirra að hlíta þeim.
3. Stjórnendur geta fjarlægt leikmann af þjónunum, eða bannað ef þörf krefur, og er beinlínis ætlast til að þeir beiti því valdi sínu séu reglur þessar brotnar. Ákvarðanir stjórnenda eru endanlegar. Stjórnendur eru þeir sem í umboði Símans reka leikjaþjónana hverju sinni. Til stjórnenda svara svo meðstjórnendur, sem eru handhafar svokallaðs remote console password (rcon password). Meðstjórnendur eru ekki fulltrúar Símans.
4. Hvers kyns svindl eru bönnuð. Svindl eru meðal annars, en ekki einskorðuð við, hvers kyns breytingar á “client” hluta leikjanna, eða viðbótarhugbúnaður, sem miða að því að gefa leikmönnum forskot á aðra keppendur, til að mynda með sjálfvirkri miðun, hraðabreytingum, grafíkbreytingum, hljóðbreytingum, breytingum á gögnum sem send eru þjónunum. Lokaorð eiga stjórnendur, sé álitamál hvort athæfi teljist svindl eður ei.
5. Leikmaður skal sýna fyllstu kurteisi í samskiptum við aðra leikmenn, svo og stjórnendur þjónanna. Þetta á einnig við um samskiptavettvanga leikmanna utan þjónanna, t.a.m. Skjálftaáhugamálin á www.hugi.is og spjallrásir á IRC, þar sem leikmenn koma saman.
6. Endurteknar ásakanir um svindl, án áþreifanlegra sannana, eru bannaðar. Dæmi um sannanir eru skjáskot og demoupptökur af athæfinu. Stjórnenda er að vega og meta gögnin, og ákveða hvort ásakanir eigi við rök að styðjast, og bregðast við samkvæmt því.
7. Misnotkun þekktra galla í leikjahugbúnaðinum (e. exploits) er bönnuð. Hafi slík misnotun áhrif á stöðugleika, afköst eða öryggi þjóns, verður talað við viðeigandi yfirvöld.
8. Öll notkun þjónanna, þar með talin samskipti leikmanna, er skráð. Skrárnar geyma IP tölur leikmanna, tímakóða, og frekari upplýsingar. Einungis stjórnendur hafa aðgang að þessum skrám, en þær eru m.a. nýttar þegar grunur um reglubrot vaknar.
9. IP tala leikmanns telst ekki einkamál hans, né heldur svokallað won-id.
10. Skilmálar Internetþjónustu Símans - http://www.siminn.is/control/index?pid=42955 - gilda um mál sem þessar reglur skera ekki úr um.
11. Um leikjamót á vegum Símans, þar með talin Skjálftamótin gilda viðbótarreglur sem leikmenn skulu kynna sér fyrir hvert mót.
12. Vísvitandi eða ítrekuð “teamkill” (að drepa liðsfélaga) á þjónum sem slíkt er mögulegt á (friendly fire), varða við bann.
13. Reglurnar, þar með talin regla 10, gilda um alla leikmenn, hvaðan sem þeir spila, og hvaða netþjónustu sem þeir tengjast.
14. Ákvarðanir stjórnenda eru endanlegar, athugasemdir skal senda á netfangið <skjalfti&skjalfti,is> (breytið & í @ og , í . - spam laggar :).
15. Síminn, stjórnendur og meðstjórnendur taka enga ábyrgð á skaða sem kann að hljótast af notkun þjónanna, tilfinningalegum, fjárhagslegum, eða öðrum. Þetta gildir einnig um sambandsleysi við þjóna, hver sem orsökin kann að vera.i. Unnt er að fjarlægja menn af þjónum með svokölluðu “kick”. Því er jafnan beitt áður en til annarra ráðstafana er gripið.
ii. Sé um endurtekin eða gróf brot að ræða, er líklegra að leikmaður verði settur í bann. Bönn vara iðulega frá nokkrum dögum, upp í nokkrar vikur. Í einstaka tilvikum hafa þau þó verið sett án tímamarka, og áskiljum við okkur þann rétt framvegis.
iii. Mismunandi leikir og hugbúnaður bjóða upp á mismunandi aðferðir; þannig geta bönn verið byggð á IP-tölum, lénum, “nickum”, WonID og fleiru. Við nýtum okkur það sem hver leikur hefur upp á að bjóða.
vi. Svindlarar mega búast við að verða bannaðir af öllum leikjamiðlurum Símans um óákveðinn tíma.
v. Þegar um alvarleg brot er að ræða, áskiljum við okkur rétt til að meina mönnum aðgang að leikjamótum okkar.