Það er til dálítið sem heitir ‘rusl’. Mjög nothæfur hlutur. Sko þegar maður er búinn að borða eða drekka eitthvað þá getur maður tekið ílátið/umbúðirnar/hýðið og ‘hent’ í þetta ‘rusl’, og þegar ég segi henda, þá er ég ekki að meina að þú ættir að kasta, og þegar ‘pokinn’ í ‘ruslinu’ er fullur, þá tekur maður hann út og setur í svokallaða ‘ruslatunnu’, sem getur verið úr plasti eða málmi, oftast úr plasti, og stuttu eftir það koma ‘ruslakallarnir’ svokölluðu á ‘ruslabílnum’ og taka ‘ruslið’.