Kannski þú ættir aðeins að æfa þig í Garry´s mod áður en þú byrjar að senda verk þín hingað inn á Huga. Þetta er vel gert hjá þér en þar sem sumir misþroska einstaklingar hérna á huga hafa gaman af því að láta ljós sitt skína í formi slefandi heimsku, þá ráðlegg ég þér að chilla aðeins á að senda inn Gmod myndir, æfa þig smá og byrja þá að senda inn meistaraverkin.
Annars er þetta þrælgott hjá þér og ég er viss um að ég gæti ekki gert jafn flotta mynd. Endilega haltu þessu áfram, en .. í laumi. ;)