Ég verð að koma með þetta fram, því miður vegna þess að í umræddri grein "
(http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=54640)Þ að er allt í lagi að senda hana inn, en hins vegar svörin og þá sérstaklegu síðustu svörin sem komu í kjölfarið , frá t.d. DMAHarry, finnst mér ekki viðunandi. Þarna er verið að saka mann sem er í rauninni saklaus. Ég verð líka að segja að Turbodrake er mjög mikils metinn i cs heiminum og ég get ekki trúað því að einhver sem þekkir ekki til hans neitt hafi brugðið á það ráð að gera svona lagað. En sem betur fer þá er tölvan fundin.
Svo er eitt sem maður mætti skoða betur á huga.is, eru ritskoðanir á svörum. Svör og Greinar að mér finst ættu að verða ritskoðaðar. Ég vildi koma þessu að hreint, því að svona ærumeiðingar á svona stað finnst mér ekki viðunandi og hreinlega illa gert af viðkomandi manneskju sem gerði þetta. Ég vona að þið takið þetta til skoðunar, varðandi að ritskoða greinar og svör.