Embedded image moved to file: pic04827.gif) Bugbear
Þessi ormur eyðileggur Lykla Pétur, vírusvarnarforritið sem er notað til að
finna vírusa.
Besta aðferðin til að losna við að fá þennan virus er að opna (keyra)
EKKERT sem þú veist ekki hvað er.
Komið hefur í ljós að tölvuormurinn Bugbear, sem hefur gert usla á Netinu,
getur sent .exe-skjal á netprentara með þeim afleiðingum að prentarinn
skrifar þar til allur pappír er uppurinn. Einnig getur hann sent gömul
tölvupóstskeyti, sem eru geymd í tölvum, til allra í tölvupóstfangaskrá
tölvunotenda, að því er fram kemur á vefsvæði arc.is.
Þá hefur komið í ljós að Bugbear getur opnað aðgang að tölvum og dregið úr
öryggi á færslum um Netið. Einnig getur Bugbear dregið úr færni
veiruvarnarforrita og eldveggja. Bugbear-veiran er sögð dreifa sér í gegnum
tölvupóst og fjölfalda sjálfa sig um netkerfi. Erfitt er að greina Bugbear,
sem er líkt við Klez.H-veiruna, sem er ein skæðasta tölvuveira sem hefur
borist um Netið á þessu ári.