Hæ hottintottar og halanegrar!

Mér er engin ánægja af því að vera með gerræðisleg vinnubrögð sem stjórnandi hér á Huga. Undan því verður þó ekki vikist því verulega hefur færst í aukana að menn séu að setja inn þræði sem eiga heima á Hjálparkorkum. Þessi korkur er til spjalls um hvaðeina sem lýtur að cs - en þá þannig að skrifin séu svona almenns eðlis og ef menn vilja koma fram upplýsingum. Ég ætla til upprifjunar að líma hér inn gamla grein sem ég skrifaði (ég elska að vitna í sjálfan mig):

“Talsverð umræða og harkaleg skoðanaskipti áttu sér stað hér á Huga fyrir ekki margt löngu vegna pósta á cs-korkinn sem innihalda spurningar tæknilegs eðlis. Eru margir þeirrar skoðunnar að slíkir póstar hafi verið svo miklir vöxum að þeir hafi á tímabili drekkt heilbrigðum skoðanaskiptum þar á bæ. Þessi skoðun á fullan rétt á sér að mati stjórnenda hér.

Af alkunnu lipurð kom Zlave* okkar til móts við þessar skiptu skoðanir og miðlaði málum með því að setja upp sérstakan Hjálpar-kork sem er einmitt kjörinn vettvangur pósta sem innihalda áðurnefnd óp, hróp og köll um hjálp vegna tæknilegra örðugleika.

Nú hefur Hjálparkorkurinn verið uppi um hríð til aðlögunnar en glámskyggni virðist vera með eindemum meðal hl/Hugara og ekkert lát er á þessum póstsendingum inná cs korkinn þrátt fyrir Hjálparkorkinn. Hér er því aðvörun og teljum vér stjórnendur að hún sé sett fram í tíma:

Frá og með mánudeginum 6. maí 2002 að telja verður umsvifalaust eytt af cs-korki öllum skeytum sem eru þess efnis að verið sé að leita hjálpar við einhverjum tæknilegum atriðum og tölvustillingum.

Ekki er hægt að setja þetta fram með greinarbetri hætti og teljum við, hinir samtaka stjórnendur hér á þessu vefsvæði, að allrar sanngirni hafa verið gætt í þessu sambandi. Þessi aðgerð miðar að sjálfsögðu að því að gera vefsvæðið okkar betra.”

Nú… sökum einskærrar góðmennsku hef ekki haft brjóst í mér að henda slíkum bréfum en mun taka mig á í náinni framtíð hvað það varðar. Dæmi um póst sem á sannarlega betur heima á Hjálparkorki en hér eru skrif sorcerer:

“Sælir

Vinur minn á við smá vandamál að glíma í Counter-Strike.
Þegar hann er að spila CS þá hættir allt-í-einu að heyrast hljóð og hann verður að hætta í leiknum til þess að fá hljóðið aftur.
Þetta gerist ekki í öðrum leikjum eða öðrum forritum.
Hann er með Windows Xp Home og CS Retail og 1.5 patch.
Hann er með hljóðkort á móbóinu.”

Þessi póstur fær að fjúka.


Kveðja,
<br><br><a href="http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste