06:00…
Niðarmyrkur og grafarþögn ríkir í herbúðum Hannibal manna, þar sem þeir sofa flestir hálf-værum svefni. Eitt rúmið er tómt.
Rúmið hans Fearz.
Á efri hæðinni í þessu niðurnídda húsi situr hermaður hálfur út um glugga og fylgist með öllu á vesturhliðinni. Hann hefur það á tilfinningunni að eitthvað slæmt muni gerast í kvöld. Eitthvað mjög slæmt.
Tilfinninginn reynist rétt. Þeir eru þarna úti, hann sér einn vera að líta í kringum sig. Leita af einhverju, leita af sér. Hermaðurinn beygir sig ögn lengar niður til að vera öruggur á því að sjást ekki. Hann teygir sig rólega í Riffilinn sinn og skrúfar sjónaukan ofan á hann.
Þjóðverjarnir færa sig nær… hann telur að minnsta kosti 20 til að byrja með. Hann leggur sjónaukan á byssunni upp við augað og skimar eftir liðsforingjanum.
Þar liggur hann. Einungis sést í aðra höndina á honum, því miður er merkið hans þar. Hann miðar á staðinn þar sem hann býst við því að hausinn sé.
En rétt áður en hann hleypir af, þá fær hann það á tilfinnguna að eikkvað sé að… eikkvað sé virkilega að. Þá fattar hann það. Þeir eru komnir miklu nær en hann hélt.
Það þýðir ekkert að reyna að vekja félaga sína, því til þess þyrfti hann að fara niðrá neðri hæðina. Enginn tími til þess. Hann miðar vel og vandlega á staðinn þar sem hann býst við að hausinn á liðsforingjanum sé.
Skot þýtur úr byssu, hauskúpa tvístrast, blóð slettist fram, hvellur heyrist.
Allt fer í gang. Þjóðverjarnir byrja að öskra á hina. Eina það sem Fearz skilur er… Sloz Sloz Sloz (hvernig skrifar mar þetta annars?). Þjóðverjarnir sækja áfram.
Við fyrsta skotið vaknar bandamanna-herdeildinn af óværum svefni. Drífið sig er að ná í vopn sín og gera handsprengjur til búnar.
Of seint.
Rúða brotnar, Handsprengja lendir, bandamenn reyna að stökkva í skjól. Herbergi springur.
Það eina sem hægt er að gera í þessari aðstöðu er að horfa. Leiðtoginn öskar… Retreat! Retreat!. Flestir standa upp, hlaupa af stað… nema Gunsalot.
Skidrow öskar, Wolferine! Grab that soilder… get him out of here!!
Wolferine hleypur að honum, hurð opnast tveir þjóðverjar koma inn. Wolferine horfir beint í augun á honum, lyftir upp byssu. Of seinn. Skot þýtur af. Wolferine sér hvítt, fellur á jörðina, sér svart.
NOOO!! heyrist kallað frá Skidrow er hann byrjar að skjóta úr Thompson byssu sinni og með augun full af hatri fylgist hann með tvemur þjóðverjum falla.
Grípur í Gunsalot… leave me here! Noo!. Gunsalot er særður, illa særður. Það blæðir heiftarlega úr báðum fótleggjum. Ef hann lifir, mun hann aldrei ganga aftur.
Á meðan seilast Fearz í sígarettupakkan sinn. Dregur upp Marlboro, leggur hana varlega milli vara sinna, kveikir í.
Aftur niður.
Skidrow segir, Hold on soilder. We will come back for you. Skidrow tekur upp auka skothylki og réttir Gunsalot. Hold Them Back Soilder… Give THEM HELL. Og fer.
Gunsalot svarar… Sir Yes Sir. Og hóstar blóði. Hleður byssuna. Og bíður átekta. Gunsalot, er einn eftir.
Á tveggja sekúndna fresti heyrist skothvellur úr sniper-riffli Fearz. Hann veit að það er ekki langur tími þar til þeir finna út hvar hann er. Því ekki að taka nokkra með sér.
Svo verður hann var við það. Skothríð á staðinn hans hefst. Óvinirnir eru búnir að koma upp vélbyssuhreiðri. Fearz hörfar.
Fyrir neðan, brýst upp hurð, þrír þjóðverjar hlaupa inn. Gunsalot tosar í gikkinn og heldur. Einn fellur, annar fellur, þriðji lítur við sér Gunsalot. Þriðji fellur.
Annarri hansprengju er kastað inn. Gunsalot beitir öllu sínu afli til að skríða í betra skjól. Sprengja springur. Viðarbúta þjóta út um allt. Einn hæfir Gunsalot. Gunsalot skiptir um skothylki. 30 skot eftir, svo er það bara skammbyssan sem hann geymir á síðu sinni.
Fjórir þjóðverjar hlaupa inn, skjótandi í átt að fyrri stað Gunsalots. Gunsalot svarar skothríðinni. Einn fellur. YOU WANT SOME!! Annar fellur. WANT SOME MORE!! Þriðji fellur. YOU LIKE THAT!! YOU LIKE THAT!. Skothylki tæmist. Þjóðverjir lítur í augun á honum, miðar byssu. Fjórði fellur. Gunsalot, hleður skammbyssuna. Tilbúinn að taka hverju sem kemur. Tveir til viðbótar koma inn. Gunsalot togar í gikkin, ekkert gerist. Byssan heldur á sér. Gunsalot tosar fastar. Ekkert gerist. Þjóðverji hleypir af skoti úr Kar-98 riffli sínum.
Gunsalot fellur.
Fearz fer að næsta glugga, sér tvo menn. Fearz hleypur af. Maður fellur. Fearz hleypur af. Maður Fellur. Hann heyrir menn hlaupa upp stigan sem er fyrir aftan hann. Lítur við, sér þann fyrsta, og sendir byssukúlu þvert í gegnum hausinn á honum. Fearz sér þann næsta. Byssan er tóm. Fearz stekkur á hann, skallar hann. Dregur upp hníf sinn á meðan þeir falla báðir niður stigan og rekur að lokum hnífinn upp bringu hans.
Hann sér glugga, og stekkur út um hann.
Fearz finnur snögglega Skidrow. What´s the status? spyr Fearz. Skidrow svarar, You, Me, Illi, Rayden and Phomzee are all that is left.
Damn.
Þeir heyra hljóð. Þeir eru í vondum málum. Þeir vita að þeir eru í vondum málum. Skruðningshljóð úr Panzer skriðdreka nálgast þá. Ekki einn dreki. Að minnst kosti 3.
How many nades do you got soilders. Kallar Skidrow. Eftir nákvæma talningu eru þær 6. Það er ekki nóg.
Þeir ákveða að koma sér fyrir hér. Rayden er sendur uppá byggingu til að setja upp frumstætt vélbyssuhreiður. Fearz fer uppá húsþak hinu meginn við strætið. Skidrow, Illi og Phomzee, bíða átekta í felum hér og þar í kringum veginn.
Skriðdrekarnir koma niður götuna. Illi fleygir fyrstu handsprengjunni. Sprengir keðjurnar utan af þeim fyrsta. Illi fleygir hinni handsprengjunni sem hann var með. Lendir ofan á skriðdrekanum og staðnæmist þar. Sprengja springur. Byssan eyðileggst.
Næsti dreki kemur. Skidrow og Phomzee kasta samtímis. Báðar fara undir skriðdrekan. Skriðdreki eyðileggst. En Phomzee var ekki nógu snöggur að fara í skjól. Þriðji drekinn sér hvar hann er. Fallbyssa skýtur, skotið þýtur, Phomzee lítur ekki aftur dagsins ljós.
Þýskir hermenn koma niður götuna. Fearz tekur fyrsta út. Og þann næsta. Skidrow fleygir seinni hansprengjunni sinni í átt að aftasta Panzer-dreka. Og skemmir beltinn og laskar byssuna.
Þremur þjóðverjum hafði tekist að komast óséðir hættulega nálægt þeim, þeir eru sirka 20 metrum frá Skidrow og hafa hann í skotfæri. Belti snýst, skot þjóta af stað. Vélbyssuhreiðrið hans Raydens lýsist upp, hann nær þeim öllum og bjargar Skidrow. Miðar byssunni upp á nýtt og byrjar að skjóta á herfylkingu þjóðverja þar til óvinaleyniskytta tekur hann út.
Enginn leið til að heyra hvar hann er. Enginn leið til að sjá hann. Fearz veit ekki hvað skal gert núna. Enginn ummerki af Illa. Hann er eflaust fallinn.
Skidrow bakkar, dregur með sér Phomzee sem er ennþá með lífsmarki. Leyniskytta sér hann. Skot þýtur í löpp hans, Skidrow fellur niður á annað hné. Gefur frá sér öskur og rís aftur upp. Stígur í særða löppina og heldur áfram með Phomzee í skjól. Leyniskyttan er með hann í sigtinu.
Enginn skothljóð, engar sprengingar, engir skriðdrekar. Bara Skidrow og leyniskyttan.
Óvinaleyniskyttan liggur í klukkuturni stutt hjá og er með ristað á byssu sína “URDead” og fylgist náið með Skidrow, hleypur af skoti. Í hinn fót Skidrows. Skidrow fellur aftur niður á hné. Reynir að standa upp. Fellur niður. Sársaukinn virðist ætla að yfirbuga hann. Skidrow rétt heldur meðvitund.
En þetta voru mistök leyniskyttunar. Fearz sá blossan. Fearz miðar, sér ekkert. Nær í sígarettu úr Marlboro pakkanum sínum. Miðar á hann. En úr horni auga sínu sér hann 7 þjóðverja vera að læðast með fram veggi. Þeir eru einnig að nálgast Skidrow. Fearz færir miðið að þeim, en áður en honum gefst tími til að hleypa af. Fer skothríð í gang. Þjóðverjar falla. Illi er hinu meginn við götuna öskrandi… TAKE THAT, FILTHY NAZIS! Með Browing Automatic Rifle í annari hendi og Colt Skammbyssu hinni, labbar hann um rólega. Í fullkomnum stað … fyrir óvinaleyniskyttuna.
Fearz drífir sig í að miða á skyttuna aftur, sér hann gægjast ögn út til að miða betur á Illa. Togað er í gikki samtímis, tvær kúlur þjóta af stað samtímis, tvær höfuðkúpur tvístrast samtímis, tveir skothvellir heyrast samtímis. Leyniskytta fellur, Illi fellur.
Þjóðverjar sækja fram.
Fearz er einn eftir.
Hann miðar byssu sinni á einn þjóðverja, togar í gikkinn. Skotin búinn. Öll skotinn búinn. Þetta er búið.
Fearz sér þá nálgast.
Fearz kveikir sér í Marlboro.
Skothvellir heyrast … Fearz sér svart.
Lokastaða [-=HB=-]244 vs MKK 162.
<br><br>http://kasmir.hugi.is/Fears/
nenni ekki að gera link…
TuPac = Ofmetinn rappari