Nú er það mál með vexti að smá rígur virðist vera í gangi í DoD samfélaginu, og nefni ég engin nöfn í því samhengi.

Aðilar hafa brotið sig frá rásinni #dod.is og stofnað rásina #dayofdefeat.is. Sjálfur hef ég kosið að halda mér frá þessari deilu, en þar sem ég er í augnablikinu að mappa fyrir DoD þá stunda ég báðar rásirnar svo ég geti hóað í fólk til að testa afurðir mínar öðru hvoru.

Síðan gerðist það í gær að þrír aðilar sem kölluðu sig apinn, baldur- og b1tch– nældu sér í op á #dayofdefeat.is, tóku oppin af öllum hinum, og tæmdu rásina.

Ég grennslaðist fyrir um þessa aðila, og komst að því að þá mátti rekja til tveggja ip-talna. apinn og baldur- voru raktir til tölunnar 62.145.132.70, en b1tch– var rakinn til tölunnar 212.30.204.159.

Þess má geta að ip-tala dormy er 62.145.132.70, og ip-tala Cyberian er 212.30.204.159.

Vil ég þessvegna biðja dormy og Cyberian um að hætta þessum barnalátum og skila rásinni aftur til umsjónarmanna hennar, enda á að vera hægt að rökræða eins og manneskjur um ágæti þessara tveggja rása, án þess að grípa til takeóvera.

Þakka ykkur fyrir.<br><br>- Requiem