OK, ég er að skrifa þetta frekar pirraður. Ég var fyrir fáeinum mínútum á GroundZero servernum í dod_avalanche. Ég vel að venju auto assign to team. En eins og allir vita gæti ég alveg eins bara joinað allies, það fara flestir í axis ef þeir geta í þessu mappi. Og ástæðan fyrir því er frekar einföld. Það er auðveldara að spila axis í avalanche. Það stafar aðallega af því að borðið er frekar illa hannað og bíður uppá mikla misnotkun á landslaginu. Og ber hæst sá galli að axis geta einfaldlega dúndrað grensum niður brekkuna að allied spawn og rakað inn stigum. Þetta er mjög hvimleiður vani spilara enda getur maður sér litla björg veitt ef handsprengja liggur við fæturna á manni þegar mar spawnar.
Það sem kemur mér á óvart í þessu samhengi er það að það eru ekki einhverjir 10 ára nýgræðingar sem nýta sér þetta heldur eru u.þ.b. 7/10 þeirra sem þetta stunda spilarar sem hafa oftar en ekki spilað frá því í 1.3b (ég byrjaði í 1.2b *ull*). Þeir vita allavegana hvað þeir eru að gera, og vita alveg hvað þetta er pirrandi og gerir heldur ekkert gagn að því undanskildu að þeir fá fullt af stigum sjálfir. Þið vitið uppá ykkur sökina þið sem stundið þetta. Og vill ég vinsamlegast biðja ykkur um að halda spawngrensi ykkar í skefjum. Þó ekki væri nema að henda bara annarri grensunni ykkar (flestir eru nú grenadier class).
Og ekki byrja að tala um hvernig þetta map er balanced í scrimmum t.d. því það kemur þessu ekkert við.
PS; Hafa passa á serverunum, útlendingar (kanar og bretar t.d. ná ping undir 200 frekar auðveldlega).<br><br>- - - - -
|Pray|-ztaezz
#clan|pray
<a href="http://www.liquid2k.com/ethan_sucks/quiz2/quiz2.htm“><img border=”0“ src=”http://www.liquid2k.com/ethan_sucks/quiz2/urbill.jpg“></a><br><font size=”2“><a href=”http://www.liquid2k.com/ethan_sucks/quiz2/quiz2.htm“>Who's your daddy??</a> Find out @ <a href=”http://www.liquid2k.com/ethan_sucks/quizzes.htm">blackhole</a></font