Ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér undanfarnar svefnlausar nætur, enda búinn að fá mig fullsaddann á þessu “vilja-vera” Kana slangri sem á sér stað í hinni iðandi undraveröld Half-life hér á landi.
Hvernig stendur á því að dag eftir dag komi menn með erlend slanguryrði og skammstafanir? er ekki kominn tími til að breyta aðeins til?
Menn nota óspart “orð” eins og omg, wtf, lol, rofl, omfg o.fl. (ég gæti haldið svona áfram langt fram á kvöld)…svo er það versta af öllu: “gg”, það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér. Hvernig væri að segja “takk fyrir leikinn” eins og sannir Íslendingar?
Hvað er málið? Halda menn að þeir verði sjálfkrafa irc-svalir við það að nota ensku? Ég held nú síður, tökum höndum saman og gerum veröldina að betri stað fyrir börnin okkar að búa á, notum íslensku!

Með fyrirfram þökk.

Irc: A|Azzi
Cs: [.Eldhusahold.]Ostaskeri
DoD: [.Abeo.]AzzWhoOper
Alvörulív: Bárður Jónasson