Kæri koffing!
Jámm, þær eru vissulega misgáfulegar kannanirnar bæði hér á Huga og víðar. Oftast er þetta nú meira svona sér til gamans gert fremur en að miðað sé að hávísindalegum niðurstöðum. Ég hygg að séu þessar kannanir okkar skoðaðar muni það koma á daginn. En það er reyndar annað sem ég vil vekja athygli þína á.
Sko, þegar menn eru að gagnrýna eitthvað á þeim forsendum að ekki sé mikið vit í því - þá er nú algert lágmark að þeir reyni að hafa vaðið fyrir neðan sig. Því miður er því ekki að fagna í þínu tilfelli. Könnun getur aldrei verið heimsk! Hún getur verið heimskuleg en ekki heimsk! Ef kalla má einhvern (aldrei eitthvað) heimskan er það á þeim forsendum að sá hinn sami eigi að geta hugsað. Kannanir hugsa ekki. Nema það sé svona djúpt á þessu og þú með skáldlegum hætti að persónugera könnunina svona líkt og faðir epískrar sagnagerðar Hómer gerir í Ilíonskviðu: “En er hin árrisula, rósfingraða Morgungyðja kom í ljós, …” - en þarna er hann að lýsa dagrenningu. Einhvern veginn leyfi ég mér að efast um að svo sé í þínu tilfelli. Alltént er ekkert sem styður þá kenningu í þínum snubbótta og ógáfulega texta.
En varðandi SiC-arana þá hef ég fulla samúð með höfundi könnunarinnar þegar hann gleymir þeim talandi um flottasta klanið.
Kveðja,
<br><br><a href="
http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste