Kæru Hugamenn!

Mig langaði til að hefja hér umræður um nokkuð sem hlýtur að vera hverjum manni umhugsunarefni. Nýlega henti ég upp skoðanakönnun að gamni mínu þar sem ég er að grenslast fyrir um hver þeirra Preachers, Puppys, Fixers, Orkos, SomeOnes eða Knifahs nyti mestar virðingar meðal Hugamanna. Þetta eru nöfn virtra (að því er ég taldi) cs manna sem ég valdi af handahófi. Spurningin var sem sagt þessi “Hver er mesta mannvitsbrekkan* í cs-samfélaginu?" Niðurstaðan kemur vægast sagt á óvart.

Það kemur á daginn að meðal þeirra sem þegar hafa svarað spurningunni, 319 talsins, þá sé Preacher sá vitrasti í hópnum með 15 prósent atkvæða. Knifah, Orko og Fixer eru á svipðu róli og telja um 12 prósent þá hafa eitthvað milli eyrnanna. Minnsta trú hafa menn að því er virðist á gáfnafari Puppys og Orkos en aðeins 95% virðast þeirrar skoðunnar að þeir séu ekki miklar brekkur.

En þá kemur rúsínan í pylsuendanum. Svona af rælni setti ég inn möguleikann: “Enginn þeirra – allir bjánar”! Einkum var þessi möguleiki hugsaður til að vekja á því athygli að mannvitsbrekka er í andstöðumerkingu við bjáni – ef svo ólíklega vildi til að menn hreinlega vissu ekki hvað orðið þýddi. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Ég átti ekki von á því að menn settu atkvæði sitt þarna heldur kepptust við að tjá ofangreindum aðdáun sína. En það er nú eitthvað annað. Hvorki meira né minna en 41 prósent Hugara telja Preacher, Puppy, Fixer, Orko, SomeOne og Knifah hreinræktaða vitleysinga eða bjána! Hvað segja menn eiginlega um þetta? Að þessir miklu cs menn séu að áliti nálega helmings lesenda Huga bjánar hlýtur að vekja spurningar?

Með kveðju,
[GGRN]Rooster


* “Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir ‘speki, þekking’ en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið merki þá ‘sú sem býr yfir miklu viti, mikilli þekkingu’. Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um notkun orðsins úr síðari alda máli frá 1915. Þar er það notað í yfirfærðri merkingu um að standa á einhverjum stað í mannvitsbrekkunni, það er að segja um það vit sem einhverjum er gefið. Í yngra dæmi frá Halldóri Laxness er greinilega verið að tala um vit fólks, bæði kvenna og karla, og er það sú merking sem lögð er í orðið nú, í heldur kaldhæðnislegum tón.” – Guðrún Kvaran hjá Orðabók Háskólans
<br><br><a href="http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste