Ég sá einhvern póst á korkinum þar sem rætt var um að serverar væru of stórir (ISnet nefnt sérstaklega, duhh surprise)
Sko online pickup leikir snúast því miður ekki um teamplay hér á landi.
Það var reynt á sínum tíma að minnka maxclients á ISnet með miður slæmum árangri. Nú ISnet rekur 2 16 manna og 1 20 manna cs servera, 16 manns er ekki svo mikið (8 í liði), en 20 er vissulega mikið en jafnframt er það vinsælasti serverinn hjá ISnet, þannig að meðan þið spilið frekar á stórum serverum þá verður engu breytt. Ég er tilbúinn til að breyta öllum ISnet serverunum í 12 manna um leið og þið sýnið það í verki að þið viljið það og þá skal ég bæta nokkrum við á sama tíma en ekki fyrr.
Staðreyndin er bara sú að menn hugsa fyrst og fremst um frögg svo um teamplay þegar picup online leikir eru á ferð og það er ekkert bara bundið við CS.
Hvað finnst ykkur annars um 20 mínútna serverinn ?
[.Hate.]zlave